Jimmy Youell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jimmy Youell
Fæddur 10. febrúar 1900
Portsea Island, Hampshire, England
Látinn 19. apríl 1961
Í eða við Addis Ababa, Eþíópía
Þekktur fyrir Fyrstur til að fljúga þyrlu á Íslandi og í Sviss
Starf/staða Flugmaður

Alan "Jimmy" Bruce Hamilton Youell (10. febrúar 1900 – 19. apríl 1961) var breskur flugmaður. Hann var fyrsti maðurinn til að fljúga þyrlu á Íslandi er hann flaug Bell 47D þyrlunni TF-HET hér á landi sumarið 1949.[1] Tveimur árum áður varð hann fyrstur til að fljúga þyrlu í Sviss.[2]

Hann var einn af 16 upprunalegu flugmönnum Imperial Airways árið 1924. Tveimur árum seinna setti hann met þegar hann flaug frá London til Amsterdam, um 430 kílómetra leið, á 100 mínútum.[3][4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Halldór A. Ásgeirsson 28. desember 2014, „Þyrlan sem hellti upp á kampavín". Morgunblaðið.: Bls. 16-17. Skoðað 10. júlí 2022. — um Tímarit.is
  2. „Chronicle 1947 - 1960“. Heli-Archive. Sótt 10. júlí 2022.
  3. „Pilot B. Youell standing by airplane wheel". TuckDB Postcard. Skoðað 10. júlí 2022.
  4. „YOUELL, Alan Bruce Hamilton". 1933 Who's Who in British Aviation. Skoðað 12. júlí 2022.