TF-HET
Útlit
TF-HET var þyrla af gerðinni Bell 47D sem markaði upphaf þyrluflugs á Íslandi þegar hún kom til landsins 25. mars 1949.[1] Þyrlan var lánuð til Elding Trading Company í Reykjavík fyrir tilstilli Karls Einarssonar, flugstjóra, og Lawrence D. Bell, stofnanda Bell verksmiðjanna, og stóð Ríkissjóður straum af kostnaði við rekstur hennar hér á landi. Með í för var breskur flugmaður að nafni Jimmy Youell sem sá um að þjálfa tvo íslenska flugmenn, þá Karl og Anton Axelsson, í að fljúga henni. Erfiðlega gekk að komast að niðurstöðu á Alþingi um hvort kaupa ætti þyrluna eða ekki og fór svo að lokum að hún var send úr landi að nýju.[2][3][4]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Björgunarflugvjel S.V.F.Í. er komin til landsins“. Morgunblaðið. 25. mars 1949. bls. Bls. 16. Sótt 10. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Helecopterflugvjel reynd við björgunarstörf og strandgæslu“. Morgunblaðið. 15. júní 1949. bls. Bls. 16. Sótt 10. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Halldór A. Ásgeirsson (28. desember 2014). „Þyrlan sem hellti upp á kampavín“. Morgunblaðið. bls. Bls. 16-17. Sótt 10. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Arngrímur Sigurðsson (1. júlí 1971). „Bell 47 D“. Æskan. bls. Bls. 47. Sótt 10. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.