Jesúítakirkjan í Mannheim

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jesúítakirkjan í Mannheim séð að framan

Jesúítakirkjan í Mannheim er kaþólsk kirkja í miðborg Mannheim. Hún er talin mesta barokkkirkja suðvesturhluta Þýskalands.

Saga kirkjunnar[breyta | breyta frumkóða]

Það var kjörfurstinn Karl Philipp sem lét reisa kirkjuna 1733. Hún var 26 ár í byggingu. Á meðan lést Karl Philipp og Carl Theodor var þá tekinn við. Kirkjan var vígð 1756 og helguð heilögum Ignatius Loyola (upphafsmanni jesúítareglunnar) og heilögum Fransiskus Javier. Kirkjan er með stórt hvolfþak sem nær 75 metra hæð. Framhliðin er prýdd tveimur turnum úr rauðum sandsteini. Freskurnar í skipinu voru málaðar af Egid Asam frá München. Hvolfþakið sýnir þætti úr ævi Ignatius Loyola. Veggina skreytti hann með 400 m² stórri fresku. Asam lést við málningarstörf sín í kirkjunni 1750. Í loftárásum heimstyrjaldarinnar síðari stórskemmdist kirkjan, sérstaklega skipið og kórinn. Þá var búið að bjarga helstu listaverkum hennar. Eftir stríð var ákveðið að endurreisa kirkjuna í upprunalegum stíl. Kirkjan er sóknarkirkja kaþólikka í borginni en einnig kirkja spænska safnaðarins.

Listaverk[breyta | breyta frumkóða]

Háaltarið
Orgel Jesúítakirkjunnar

Mörg altari og altaristöflur prýða kirkjuna að innan. Þeirra helst er háaltarið í kórnum, sem er geysimikið listaverk. Það var tekið niður og flutt annað meðan stríðið stóð yfir og sett upp aftur eftir stríð. Mestur hluti freskunnar eftir Asam eyðilagðist í stríðinu og var ekki endurgert.

Orgel[breyta | breyta frumkóða]

Orgelhúsið var smiðað af myndhöggvaranum Paul Egell. Það slapp að mestu við eyðileggingu stríðsins vegna þess að það hafði verið klætt stálteppi til varnar. Það var lagfært 1952 en 1965 fékk orgelhúsið nýtt orgel.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Jesuitenkirche (Mannheim)“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.