Músareyra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Músareyra
Cerastium alpinum ENBLA05.JPG
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasabálkur (Caryophyllales)
Ætt: Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)
Ættkvísl: Fræhyrnur (Cerastium)
Tegund: Músareyra
Tvínefni
Cerastium alpinum
L.

Músareyra (fræðiheiti: Cerastium alpinum) er fjölært blóm af hjartagrasaætt. Það ber hvít hvít krónublöð sem eru klofin í endann. Krónublöðin eru þriðjungi til helmingi lengri en bikarblöðin og þannig þekkist jurtin frá vegarfa sem er annars nokkuð líkur. Blómin eru 1,5 til 2 sm í þvermál og í þeim eru 10 fræflar. Frævan er oftast með 5 stílum. Jurtin er öll hærð og á stilknum eru gagnstæð, stilklaus blöð.

Músareyra vex í malarkenndum jarðvegi, mólendi og brekkum á Grænlandi, Kanada og norðurhluta Evrópu. Til eru þrjár undirtegundir af músareyra.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist