Músareyra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Músareyra
Cerastium alpinum ENBLA05.JPG
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasabálkur (Caryophyllales)
Ætt: Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)
Ættkvísl: Fræhyrnur (Cerastium)
Tegund: Músareyra
Tvínefni
Cerastium alpinum
L.

Músareyra (fræðiheiti: Cerastium alpinum) er fjölært blóm af hjartagrasaætt. Það ber hvít hvít krónublöð sem eru klofin í endann. Krónublöðin eru þriðjungi til helmingi lengri en bikarblöðin og þannig þekkist jurtin frá vegarfa sem er annars nokkuð líkur. Blómin eru 1,5 til 2 sm í þvermál og í þeim eru 10 fræflar. Frævan er oftast með 5 stílum. Jurtin er öll hærð og á stilknum eru gagnstæð, stilklaus blöð.

Músareyra vex í malarkenndum jarðvegi, mólendi og brekkum á Grænlandi, Kanada og norðurhluta Evrópu. Til eru þrjár undirtegundir af músareyra.