Jack Binns
John Robinson Binns, kallaður Jack Binns (16. september 1884 – 8. desember 1959) var breskur loftskeytamaður. Hann varð fyrstur til að senda út neyðarkall vegna sökkvandi skips með útvarpsbylgjum (loftskeyti). Binns var loftskeytamaður í gufuskipinu Republic og þann 23. janúar 1909 lenti skipið í árekstri við ítalska skipið Florida nálægt austurströnd Bandaríkjanna. Mikil þoka var og skipið byrjaði að sökkva. Republic var að koma frá New York og var á leið á skemmtisiglingu til Miðjarðarhafsins. Í skipinu voru 450 farþegar og 212 manna áhöfn. Binns reyndi að koma loftskeytastöðinni í skipinu á stað en hún virkaði ekki vegna þess að straumur rofnaði við áreksturinn. Hann kafaði niður í skipið til að finna batteríin og tókst að endurræsa loftskeytastöðina. Hann sendi þá út neyðarkall þangað til önnur skip komu á vettvang og björguðu farþegum og áhöfn skipsins.