Fara í innihald

Jack Binns

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

John Robinson Binns, kallaður Jack Binns (16. september 18848. desember 1959) var breskur loftskeytamaður. Hann varð fyrstur til að senda út neyðarkall vegna sökkvandi skips með útvarpsbylgjum (loftskeyti). Binns var loftskeytamaður í gufuskipinu Republic og þann 23. janúar 1909 lenti skipið í árekstri við ítalska skipið Florida nálægt austurströnd Bandaríkjanna. Mikil þoka var og skipið byrjaði að sökkva. Republic var að koma frá New York og var á leið á skemmtisiglingu til Miðjarðarhafsins. Í skipinu voru 450 farþegar og 212 manna áhöfn. Binns reyndi að koma loftskeytastöðinni í skipinu á stað en hún virkaði ekki vegna þess að straumur rofnaði við áreksturinn. Hann kafaði niður í skipið til að finna batteríin og tókst að endurræsa loftskeytastöðina. Hann sendi þá út neyðarkall þangað til önnur skip komu á vettvang og björguðu farþegum og áhöfn skipsins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]