Fara í innihald

Loftskeyti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Loftskeyti er þráðlaus sending og móttaka á rafsegulbylgjum (útvarpsbylgjum). Fyrstu nothæfu sendi- og móttökutæki fyrir útvarpsbylgjur voru þróaðar 1894-5 af Guglielmo Marconi. Fyrsta loftskeytið var sent af Marconi 1895 rúma 3 kílómetra og fyrsta loftskeytið yfir Atlantshafið var sent 12. desember 1901. Á Íslandi var fyrsta loftskeytið móttekið 26. júní 1905. Það var á undan fyrsta landsímaskeytinu, enda tilgangurinn með því að sýna fram á „raunhæfni“ loftskeyta í stað landlína þegar ekki hafði verið að fullu ákveðið á Íslandi hvor kosturinn skyldi valinn.

  • „Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?“. Vísindavefurinn.