Jöklamerla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jöklamerla
Jöklamerla á sótmosa í Washington-fylki í Bandaríkjunum.
Jöklamerla á sótmosa í Washington-fylki í Bandaríkjunum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Glæðubálkur (Teloschistales)
Ætt: Glæðuætt (Teloschistaceae)
Ættkvísl: Merlur (Caloplaca)
Tegund:
Jöklamerla (C. nivalis)

Tvínefni
Caloplaca nivalis

Jöklamerla (fræðiheiti: Caloplaca nivalis) er tegund fléttna af glæðuætt (Teloschistaceae). Jöklamerla finnst meðal annars á Íslandi þar sem hún vex nær alltaf á mosum yfir klettum, sérstaklega á sótmosa.[1]

Útlit og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Jöklamerla er hrúðurflétta með hvítleitt eða grátt þal og gular askhirslur sem eru 0,3-0,8 mm í þvermál.[1]

Átta gró eru í hverjum aski. Gróin eru glær, einhólfa eða tvíhólfa og sérstaklega mjó, 23-34 x 4-6,5 µm að stærð.[1] Jöklamerla líkist þúfumerlu og tírólamerlu í útliti en öruggast er að greina hana frá þeim á gróunum.[1]

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Fléttur af glæðuætt innihalda yfirleitt gula litarefnið parietín en þó eru ekki þekkt nein fléttuefni í jöklamerlu.[1]

Þalsvörun jöklamerlu er K- fyrir þalið en askhirslur eru K+ vínrauðar, C-, KC- og P-.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8