Fara í innihald

Þúfumerla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þúfumerla
Þúfumerla í Portúgal.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Glæðubálkur (Teloschistales)
Ætt: Glæðuætt (Teloschistaceae)
Ættkvísl: Merlur (Caloplaca)
Tegund:
Þúfumerla (C. cerina)

Tvínefni
Caloplaca cerina

Þúfumerla (fræðiheiti: Caloplaca cerina) er tegund fléttna af glæðuætt (Teloschistaceae). Þúfumerla finnst á Íslandi.[1] Hún er algeng um allt land og finnst yfirleitt í miklum mæli þar sem kjörlendi hennar er að finna.[2]

Útlit og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Þúfumerla er hrúðurflétta sem vex á margvíslegu undirlagi, oft mosa eða plöntuleifum, gjarnan á fuglaþúfum[1][3] en einnig á dauðum viði og beinum.[1] Þalið hefur disklaga askhirslur sem eru yfirleitt karrýgular, dökkgular eða sjaldnar brúngular eða appelsínugular að ofan en með grásvörtum, stundum hrímlitum barmi.[1]

Átta gró eru í hverjum aski. Gróin eru glær, oddbaugótt eða sporbaugótt, tvíhólfa, 14-19 x 8-9,5 µm að stærð.[1]

Efnafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Eins og aðrar fléttur af glæðuætt inniheldur þúfumerla gula litarefnið parietín en þó aðeins í askhirslum sínum.[1]

Þalsvörun þúfumerlu er K- fyrir þalið en askhirslur eru K+ vínrauðar, C-, KC- og P-.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  2. Starri Heiðmarsson (2008). Gróðurfar á Ófeigsfjarðarheiði.[óvirkur tengill] Skýrlsa Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. NÍ-08005, unnin fyrir Orkustofnun vegna Rammaátætlunar.
  3. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8