Liliuokalani

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Liliuokalani um árið 1891

Lydia Liliʻu Loloku Walania Wewehi Kamakaʻeha eða Liliuokalani (2. september 183811. nóvember 1917) var síðasta drottning Konungsríkisins Hawaii. Hún tók við völdum eftir lát bróður síns Kalākaua árið 1891. Þegar hún hugðist afnema Byssustingjastjórnarskrána frá 1887 til að endurheimta neitunarvald konungs leiddu auðugir bandarískir og evrópskir íbúar uppreisn gegn henni og settu á fót bráðabirgðastjórn sem stefndi að sameiningu við Bandaríkin. Þeir stofnuðu síðan lýðveldi og steyptu Liliuokalani af stóli. Árið 1895 var gerð uppreisn gegn stjórn lýðveldisins til að endurreisa konungdæmið, sem mistókst. Í kjölfarið var Liliuokalani handtekin en árið eftir fékk hún fullt frelsi á ný eftir að hún hafði afsalað sér krúnunni formlega. Hún ferðaðist eftir það nokkrum sinnum til Bandaríkjanna til að mótmæla innlimum Hawaii sem fór fram árið 1898. Hún reyndi líka að sækja bætur fyrir landareignir konungdæmisins sem Bandaríkin höfðu tekið yfir.

Liliuokalani samdi fjölda vinsælla sönglaga, þar á meðal einn af þjóðsöngvum Hawaii, He Mele Lahui Hawaii, og „Bæn drottningar“, Ke Aloha O Ka Haku. Þekktasta lag hennar er Aloha ʻOe („Vertu sæll“ - íslensk útgáfa „Sestu hérna hjá mér ástin mín“) sem hún samdi árið 1878.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.