Jón Reykdal
Jón Reykdal (14. janúar 1945 - 30. janúar 2013) var íslenskur listmálari og grafíker. Hann stundaði nám í myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1962-1966 og lauk teiknikennaraprófi þaðan. Hann stundaði framhaldsnám í grafík við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 1968-1969 og við Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi 1969-1971 og Teckningslärare Institutet, Konstfack, 1971-1972. Eftir nám kenndi Jón við Myndlista- og handíðaskóla Íslands um tuttugu ára skeið, fyrst sem umsjónarkennari teiknikennaradeildar og síðar kennari og deildarstjóri grafíkdeildar í nokkur ár. Hann tók sér frí frá kennslu 1988 og helgaði sig myndlistinni um nokkurra ára skeið. Árið 1993 varð hann stundakennari við Kennaraháskóla Íslands og tók svo við starfi lektors í myndmennt árið 2003 við sama skóla, sem er núverandi Menntavísindasvið Háskóla Ísland, og sinnti þeirri stöðu fram að veikindaleyfi 2012. Jón lést á líknardeild Landspítalans snemma árs 2013 eftir stutta baráttu við heilakrabbamein (glioblastoma multiforme).
Það má segja að fyrri hluti starfsferils Jóns hafi verið helgaður grafík og var hann mikil driffjöður í íslenskri grafíklist á 8. og 9. áratugnum. Síðustu þrjátíu árin voru að mestu helguð málverkinu, ljósmyndun og kennslu. Jón starfaði ötullega að félagsmálum sem tengdust myndlist. Hann var formaður félagsins Íslensk grafík 1975-1978 og sat í stjórn FÍM 1977-1982. Hann var í ráði Norrænu myndlistarmiðstöðvarinnar í Sveaborg, Helsinki 1980-1982, og í stjórn sömu stofnunar 1982-1984. Hann sat í stjórn Kjarvalsstaða 1978-1984, var formaður nefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta árið 1999 og í stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju frá 1999-2009.
Jón Reykdal hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum hér heima og erlendis frá 1969. Hann myndskreytti einnig og gerði bókakápur á tugi bóka. Listaverk hans eru í eigu einstaklinga og opinberra safna hér heima og víða erlendis.
Jón var sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar Reykdal (1910-1997) innkaupastjóra frá Reykjavík og Ástríðar Gísladóttur Reykdal (1914-1986) húsmóður frá Siglufirði. Árið 1967 gengu Jón Reykdal og Jóhanna Þórðardóttir (1946-) myndhöggvari í hjónaband. Þau eignuðust þrjár dætur, Nönnu (1971-), Höddu Fjólu (1974-) og Hlín (1985-).[1]
Grafík
[breyta | breyta frumkóða]Jón Reykdal lagði stund á nám í grafík hjá Braga Ásgeirssyni í Myndlista- og handíðaskólanum snemma á 7. áratugnum og hélt svo til enn frekara náms í listgreininni í Amsterdam og Stokkhólmi. Hann endurreisti félagið Íslenzk grafík árið 1969 ásamt Einari Hákonarsyni[2] listmálara. Félagið var fyrst stofnað 1954 af myndlistarmönnunum Jóni Engilberts og Veturliða Guðnasyni[3] en lá að miklu leyti í dvala þar til það var endurreist 1969. Fyrstu stjórn hins endurreista félags skipuðu Einar Hákonarson formaður, Björg Þorsteinsdóttir gjaldkeri og Valgerður Bergsdóttir ritari. "Markmið félagsins er að efla, með kynningu og sýningum, áhuga og þekkingu á grafískri list."[4] Það má með sanni segja að félagið hafi náð þeim markmiðum sínum þar sem grafík varð vinsæl á heimilum landsmanna og sá leiði misskilningur, að grafík væri ekki fullgild myndlist heldur það sama og eftirprent, leiðréttur.[5]
Jón Reykdal var formaður félagsins Íslensk grafík 1975-1978. Stóð félagið fyrir fjölmörgum samsýningum félagsmanna á Íslandi og erlendis, grafíkmöppur[6] voru gefnar út, grafíklistamönnum frá ýmsum löndum boðið að sýna með hópnum og halda vinnustofur. Sjaldséð grafíkverk eldri listamanna og heiðursfélaga á borð við Kjarval, Gunnlaug Scheving, Barböru Árnason og Jón Engilberts voru dregin fram í dagsljósið og fengu verkin endurnýjaða virðingu á samsýningu félagsmanna. [7]
Íslensk grafík stóð fyrir nýjungum á borð við að fá listaverkin lánuð heim til mátunar, afsláttarkjörum og greiðsluskiptingu. Haldin voru happdrætti til að safna fyrir grafíkpressum og öðrum tækjakosti. Einnig stóð félagið, ásamt Bandalagi norrænna grafíklistamanna (með styrk frá Norræna menningarsjóðnum), að stofngjöf 180 grafíklistaverka eftir 75 grafíklistamenn frá öllum Norðurlöndunum[8][9] til Norræna hússins í Reykjavík sem varð að listlánadeild Norræna hússins. Sú listlánadeild er enn starfrækt.
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]- 1962-1966 Myndlista- og handíðaskóli Íslands Kennaranám
- 1968-1969 Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam Grafík
- 1969-1971 Kungliga Konsthögskolan, Stokkhólmi, Svíþjóð Listmálun
- 1971-1972 Teckningslärare Institutet, Konstfack. Stokkhólmi, Svíþjóð Kennaranám
Einkasýningar
[breyta | breyta frumkóða]- 1978 Bókasafn Ísafjarðar, Ísafirði
- 1979 Á næstu grösum, Reykjavík
- 1979 Snerru-Loft, Mosfellsbæ
- 1980 Norræna húsið, Reykjavík
- 1985 Kjarvalsstaðir, Reykjavík
- 1986 Gallerí Borg, Reykjavík
- 1989 S.C.A.G. Scandinavian Contemporary Art Gallery Copenhagen
- 1991 Norræna húsið, Reykjavik
- 1992 Listhús í Laugardal, Reykjavík, ásamt Leifi Breiðfjörð
- 1993 Kirkjulistahátíð, Hallgrímskirkja, Reykjavík
- 1993 SPRON-Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Reykjavík
- 1993 Stöðlakot, Reykjavík
- 1996 Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík
- 1997 Nýlistasafnið, Reykjavík
- 1998 Ný málverk. Vinnustofusýning Bergþórugötu 55, Reykjavík
- 2001 Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur, Reykjavík, ásamt Jóhönnu Þórðardóttur
- 2002 Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg, Reykjavík
- 2003 Staðarlistamaður í Skálholti ásamt Jóhönnu Þórðardóttur
- 2004 Ný verk. Hallgrímskirkja, Reykjavík
Samsýningar
[breyta | breyta frumkóða]- 1969 Nordisk grafikunion. Kaupmannahöfn, Danmörk
- 1969 Haustsýning FÍM. Norræna húsið í Reykjavík
- 1970-1971 4 Nålevende Generasjoner fra Islands Billedkunst - farandsýning í Noregi og Svíþjóð
- 1975 Íslensk grafík á Ísafirði, Siglufirði og Keflavík
- 1975 Nordisk grafik Union. Bergen, Noregi
- 1975 Norræn listavika. Haderslev, Danmörk
- 1975 Norræn listavika. Tönder, Jótland, Danmörk
- 1975 Haustsýning FÍM. Norræna húsið í Reykjavík
- 1975 Íslensk grafík. Galleri F15, Moss, Noregur
- 1975 Íslensk grafík. Norræna húsið í Reykjavík
- 1976 Borgarspítalinn, Reykjavík
- 1976 Haustsýning FÍM. Norrænahúsið í Reykjavík
- 1976 Nordisk efterårsudstilling. Fredrikshavn, Danmörk
- 1976 Norræn grafík í Hobro, Danmörk
- 1976 Norræn menningarvika í Kópavogi
- 1976 Norræn menningarvika. Odense, Danmörk
- 1976 Intergrafik International Triennal of Committed Graphic Arts, Berlín
- 1976 Íslensk grafík á Vorvöku '76 á Akureyri
- 1976 Íslensk popplist, Listasafn Íslands, Reykjavík
- 1976 Yfirlitssýning á íslenskri grafík. Listahátíð í Reykjavík
- 1977 Íslensk grafík. Hamar, Noregi
- 1977 Íslensk grafík. Nörrköping, Svíþjóð
- 1977 Íslensk grafík. Stavanger, Noregi
- 1977 Kulturuge. Lemvig, Danmörk
- 1977 Lionshúsið í Stykkishólmi
- 1977 Nordisk grafik. Täby, Svíþjóð
- 1977 Snorrabúð í Borgarnesi
- 1977 Haustsýning FÍM. Kjarvalsstaðir, Reykjavík
- 1977 Íslensk grafík. Norræna húsið í Reykjavík
- 1977 Íslensk grafík. Trondhjems Kunstforening, Þrándheimi, Noregi
- 1977 Nordisk Grafik Union 40 års Jubileumsutställning, Helsingin Taidehalli, Helsingfors Konsthall, Helsinki, Finnlandi
- 1977 Sumarsýning á íslenskri grafík. Jónshús Kaupmannahöfn, Danmörk
- 1978 Flugleiðir, Reykjavík
- 1978 Íslensk grafík. Crakow, Póllandi
- 1978 Norræn grafík í Álaborg, Danmörku
- 1978 Haustsýning FÍM. FÍM-salur, Laugarnesi, Reykjavík
- 1978 Grafíkmappa gefin út með Ingunni Eydal, Ragnheiði Jónsdóttur, Valgerði Bergsdóttur og Þórði Hall
- 1979 Biennale der Ostseeländer. Rostock, Þýskaland
- 1979 Íslensk grafík 1979. Farandsýning um Norðurlönd
- 1979 Kemi í Finnlandi
- 1979 Ölfusborgir í Hveragerði
- 1979 Íslensk grafík. Norræna húsið í Reykjavík
- 1979 Menningardagar herstöðvarandstæðinga. Kjarvalsstaðir, Reykjavík
- 1979 Sex í Djúpinu. Djúpið, Reykjavík
- 1980 Breiðfirðingabúð, Reykjavík
- 1980 Grafiktriennalen '80. Stokkhólmi, Svíþjóð
- 1980 Menningarvaka Stórutjarnarskóla, S-Þingeyjarsýslu
- 1980 2. Biennale Europäische Minderheiten Kulturen. Das neue Staatsbibliothek, Berlín, Þýskalandi
- 1980 Grafik från Island. Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg, Helsinki, Finnlandi
- 1980 Íslensk grafík. Egilsbúð, Neskaupstað
- 1980 Umhverfi 80. Breiðfirðingabúð, Reykjavík
- 1981 Isländsk grafik. Södermanlands Museum, Svíþjóð
- 1981 Íslensk grafík. Norræna húsið í Reykjavík
- 1982 Nordic graphic art exhibition. Sunderland City Art Centre and Library Sunderland, England
- 1982 Nordisk grafik. Galleri F15, Moss, Noregur
- 1983 Kunst aus Island. Literatur, Musik, Grafik. Galleri Haus am Lützowplatz Berlín, Þýskaland
- 1983 Kunst aus Island. Literatur, Musik, Grafik. Galleri Kulturcentrumm, Bonn, Þýskaland
- 1983 Samsýning íslenskra grafíklistamanna. Norðurlandahúsið í Føroyum Tórshavn, Færeyjar
- 1986 Grafíkmappa með Björgu Þorsteinsdóttur, Guðmundi Ármann, Sigurði Þóri og Valgerði Hauksdóttur
- 1988 Landskrona Konsthall. Landskrona, Svíþjóð
- 1988 Sáldþrykk í Norrænni grafíkmöppu. Arbetsliv í Norden fyrir tilstilli Listasafns ASÍ
- 1990 Sörmlands Museum, Konstallen. Nyköping, Svíþjóð
- 1991 Nordisk kunst Århus 1991. Kunstnernes Hus Århus, Danmörk
- 1991 Nordisk kunst Århus 1991. Bogie, Hallen í Århus, Danmörk
- 1991 Falunbiennalen 91. Dalarnas museum, Falun, Svíþjóð
- 1992 Sjónlistaspuni. 35 myndlistarmenn. Mokka-kaffi, Reykjavík
- 1993 Grafíkmappa með Þórði Hall
- 1994 Íslensk grafík, Norræna húsið í Reykjavík
- 1994 12 listamenn. Bankside gallery, London, England
- 1995 Bókverk. Ýmsir listamenn. Norræna Húsið í Reykjavík
- 1996 Málverk og grafík. Jón Reykdal og Þórður Hall í Munaðarnesi
- 1997 Óðurinn til sauðkindarinnar. Örverkasýning FÍM, Listasafn ASÍ
- 1999 Nýraunsæi í myndlist: 8. áratugurinn. Listasafn Íslands, Reykjavík
- 1999 Frost og funi. Gallerí Fold
- 1999 Samstaða - 61 listmálari, Listaskálinn í Hveragerði
- 2003 Akvarell Ísland. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar
- 2003 Íslensk grafík. Listasafnið í Þórshöfn í Færeyjum
- 2003 Einþrykk. Grafíksafn Íslands
- 2003 Raunsæi og veruleiki. Íslensk myndlist 1960-1980. Listasafn Íslands
- 2004 Hafið og sjósókn. Seltjarnarneskirkja, Seltjarnarnesi
- 2006 Akvarell Ísland. Hafnarborg, menningar- og listastofnum Hafnarfjarðar
Kennsla og þróun námsefnis
[breyta | breyta frumkóða]- 1966-1967 Námsflokkar Reykjavíkur - stundakennari
- 1966-1967 Myndlistaskólinn í Reykjavík - stundakennari
- 1967-1968 Mýrarhúsaskóli, Seltarnarnesi - myndmennt
- 1972-1973 Melaskóli, Reykjavík - myndmennt
- 1972-1974 Vann í starfshópi fyrir námsskrá grunnskóla. Samdi að hluta þann texta sem fjallar um myndmennt í grunnskóla.
- 1972-1988 Myndlista- og handíðaskóli Íslands - yfirmaður kennaradeildar og grafíkdeildar
- 1974 Þróun barnateikninga. Útgefandi Myndlista- og handíðaskóli Íslands. Valdir kaflar þýddir úr dönsku úr bókinni Börnetegning. Udvikling og udtryk eftir Karen Vibeke Mortensen. Valdir kaflar þýddir úr sænsku úr bókinni Bilden, skolan og samhället eftir Gert Z. Nordström og Christer Romilson.
- 1983-1985 Nordic Art school í Karleby, Finnland - gestafyrirlesari
- 1988-1991 Tók hlé frá kennslu og starfaði eingöngu að listmálun
- 1991-1999 Myndlista- og handíðaskóli Íslands - grafíkdeild
- 1999-2000 Listaháskóli Íslands - grafíkdeild
- 1993-1999 Kennaraháskóli Íslands - stundakennari
- 1999-2003 Kennaraháskóli Íslands - aðjúnkt
- 2003-2012 Háskóli Íslands, menntavísindasvið - lektor
Bókakápur, grafísk hönnun og myndskreytingar
[breyta | breyta frumkóða]- 1963 Neisti. 2. tbl. Útg. Æskulýðsfylkingin, samband ungra sósíalista. Myndskreyting
- 1964 Sunnudagsblað Þjóðviljans. Forsíðumynd
- 1969 Haustsýning FÍM. Veggspjald, sáldþrykk
- 1972 Þjóðviljinn 30.11. Gegn hervaldi, gegn auðvaldi. Forsíðumynd: Skammt frá Víetnam
- 1973 Stúdentablaðið 20.12. Forsíðumynd: Skammt frá Víetnam
- 1974 Sunnudagsblað Þjóðviljans 29.12. Forsíðumynd: Fjögur stef um sjálfstæðið
- 1975 Vésteinn Lúðvíksson. Eftirþankar Jóhönnu. Útg. Iðunn. Bókakápa
- 1976 Sunnudagsblað Þjóðviljans 15.02. Forsíðumynd: Tími andófsins
- 1976 Jólablað Þjóðviljans 24.12. Forsíðumynd
- 1976 Stefán Jónsson. Fólkið á Steinshóli, útg. Ísafold. Bókakápa og myndskreytingar
- 1977 Snorri Hjartarson. Hauströkkrið yfir mér eftir, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1977 Snorri Hjartarson. Höstmörket över mig, útg. Walter Ekstrand Bokförlag. Svíþjóð. Bókakápa
- 1977 Ljóðasafn handa unglingum, útg. Námsgagnastofnun. Myndskreytingar
- 1977 Snorri Hjartarson. Kvæði 1940-1966, útg. Mál og menning. Bókakápa og myndskreytingar
- 1977 Vilborg Dagbjartsdóttir. Ljóð, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1977 Jakobína Sigurðardóttir. Kvæði, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1978 Kristján Jóh. Jónsson. Landlausir menn, smásaga. Tímaritið svart á hvítu, 2. árg, 2. tbl. Myndskreytingar
- 1978 Heimir Pálsson. Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá 1550, útg. Iðunn. Myndritstjórn
- 1978 Listahátíðarsýning Kristjáns Davíðssonar í FÍM-salnum. Hönnun sýningarskrár
- 1979 Lesbók Morgunblaðsins 05.05. Unglingur í breiðstræti. Smásaga e. Sigurð Skúlason magister. Myndskreyting
- 1979 Sunnudagsblað Þjóðviljans 17.06. Forsíðumynd: Á rölti með Jónasi um miðbæinn
- 1980 Ólafur Jóhann Sigurðsson. Gangvirkið, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1980 Einkasýning Jóns Reykdal í Norræna húsinu í Reykjavík. Veggspjald
- 1982 Erlend ljóð frá liðnum tímum, Helgi Hálfdanarson þýddi, útg. Mál og menning. Bókakápa og kaflaupphöf
- 1982 Listahátíð í Reykjavík. Veggspjald og forsíða dagskrárbæklings
- 1982 Heimir Pálsson. Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá 1550, endurbætt, útg. Iðunn. Myndritstjórn
- 1982 Íslenska hljómsveitin. Forsíða efnisskrár
- 1982 Ólafur Jóhann Sigurðsson. Seiður og hélog, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1983 Ólafur Jóhann Sigurðsson. Drekar og smáfuglar, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1983 Einkasýning Jóhönnu Þórðardóttur í Gallerí Langbrók. Veggspjald
- 1983 Iðntæknistofnun Íslands. Kort
- 1983 Samtök um kjarnorkuvopnalaust Ísland. Kort
- 1983 Íslensk orgeltónlist. Ragnar Björnsson leikur á orgel Kristskirkju, útg. Íslensk tónverkamiðstöð. Hljómplötuumslag
- 1986 Heimir Pálsson. Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá 1550, endurbætt, útg. Iðunn. Myndritstjórn
- 1986 Gunnar Guðlaugsson. Flýgur yfir bjarg, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1986 Lesbók Morgunblaðsins 10.05. Forsíðumynd: Í kvöldsól
- 1988 Nýja testamennti Odds, útg. Lögberg. Bókakápa
- 1988 Lesbók Morgunblaðsins 19.12. Forsíðumynd: María og Jésú. Nýja testamenti Odds
- 1988 Ólafur Jóhann Sigurðsson. Að lokum, útg. Mál og menning. Myndskreytingar og bókakápa
- 1988 Ljóðspor, útg. Námsgagnastofnun. Myndskreytingar
- 1988 Hið íslenska bókmenntafélag. Jólakort og veggspjald
- 1988 Guðlaugur Arason. Blint í sjóinn, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1988 Halldór Laxness. Salka Valka, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1989 Knud Hamsun. Pan, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1989 Halldór Laxness. Heimsljós I, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1989 Halldór Laxness. Heimsljós I (skólaútgáfa), útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1989 Helgi Hálfdanarson, þýðing. Ljóð úr austri, kínversk og japönsk ljóð, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1989 William Heinesen. Móðir sjöstjarna, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1990 Halldór Laxness. Heimsljós II, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1990 Hans Peterson. Jólakort til styrktar Krabbameinsfélaginu
- 1990 Íslensk Hómilíubók, fornar stólræður, útg. Hið íslenska bókmenntafélag. Bókakápa
- 1991 Halldór Laxness. Sjálfstætt fólk, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1991 Steinn Steinarr. Ljóðasafn, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1991 Íslandsbanki. Mynd á ávísaeyðublöðum
- 1991 Hönnunardagur Form Ísland. Veggspjald
- 1991 Shakespeare, útg. Mál og menning. Bókaaskja
- 1992 Jóhann Jónsson. Undarlegt er líf mitt. Bréf Jóhanns Jónssonar til sr. Friðriks A. Friðrikssonar, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1992 Ólafur Jóhann Sigurðsson. The Stars of Constantinople, útg. Lousiana State University Press. Bókakápa
- 1992 Orð um vináttu, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1992 Orð um ástina, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1992 Orð um hamingjuna, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1992 Dagatal fyrir auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar. Sáldþrykk
- 1993 Þorsteinn Gylfason. Sprek af reka, ljóðaþýðingar, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1993 Orð um líf og dauða, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1993 Orð um Austurland, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1993 Orð um vorið, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1993 Orð um vín, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1993 Orð um börn, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1993 Finnur Torfi Hjörleifsson. Bernskumyndir, útg. Mál og menning. Myndskreytingar og bókakápa
- 1993 Kristján Karlsson. Ljóð 94, útg. Hið íslenska bókmenntafélag. Bókakápa
- 1993 Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Veggspjald
- 1993 Barnaspítali Hringsins. Jólakort
- 1994 Orð um lífið, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1994 Orð um dýrin, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1994 Orð um fegurð, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1994 Orð um Norðurland, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1995 Karl Sigurbjörnsson. Bókin um englana, útg. Skálholtsútgáfan. Myndskreyting
- 1995 Lesbók Morgunblaðsins 27.05. Forsíðumynd: Jónas á rölti um miðbæ Reykjavíkur
- 1996 Lífið sjálft. Ljóð eftir ýmsa höfunda, útg. SÍBS. Bókakápa
- 1996 Maríukver, sögur af heilagri guðsmóður frá fyrri tíð, útg. Hið íslenska bókmenntafélag. Bókakápa
- 1996 Krabbameinsfélagið. Jólakort
- 1996 Lesbók Morgunblaðsins. Forsíðumynd
- 1996 Íslensk bókmenntasaga III, útg. Mál og menning. Myndskreyting
- 1998 Helgi Hálfdanarson. Molduxi, rabb um kveðskap og fleira, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1998 Sveinn Skorri Höskuldsson. Svipþing, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1998 Halldór Laxness. Sjálfstætt fólk I, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1999 Halldór Laxness. Sjálfstætt fólk II, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1999 Halldór Laxness. Salka Valka I, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1999 Halldór Laxness. Salka Valka II, útg. Vaka-Helgafell. Bókakápa
- 1999 Elías Mar. Mararbárur, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1999 Hannes Pétursson. Rauðamyrkur, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 1999 John Dewey. Reynsla og menntun, útg. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Bókakápa
- 2000 Kundskab og oplevelse í umsjá Gunnars J. Gunnarssonar
- 2000 John Keats, Sonnettur, þýðandi Sölvi B. Sigurðarsson, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 2000 Þorsteinn Gylfason. Söngfugl að sunnan, ljóðaþýðingar, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 2000 Fjögur ljóðskáld, Hannes Pétursson valdi ljóðin, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 2000 John Dewey. Hugsun og menntun, útg. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Bókakápa
- 2001 Reidar Myhre. Stefnur og straumar í uppeldissögu, útg. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Bókakápa
- 2001 Slettireka, Helgi Hálfdanarsson, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 2002 Þóra Sigurðardóttir. Yfir djúpið breiða, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 2003 Ólafur Jóhann Sigurðsson. Úrvalssögur, útg. Mál og menning. Bókakápa
- 2004 Mótettukór Hallgrímskirkju. Jólakort
- 2007 Mynd mín af Hallgrími. Samsýning í Hallgrímskirkju, Saurbæ. Veggspjald og ljósmyndir
- 2007 Stefanía Valdís Stefánsdóttir. Eldað í dagsins önn, útg. JPV. Ljósmyndir
Félagsstörf og sýningastjórn
[breyta | breyta frumkóða]- 1969-1974 Íslensk grafík, í stjórn
- 1973-1974 RÚV sjónvarp. Umsjónarmaður Vöku, þáttar um menningarmál, ásamt Ólafi Kvaran listfræðingi
- 1973 Stofnfélagi barnaheimilisins Ós
- 1975-1978 Formaður í Íslenskri grafík
- 1976 Sat í undirbúningsnefnd listlánadeildar Norræna hússins
- 1976 Listahátíð, Kjarvalsstaðir. Yfirlitssýning á íslenskri grafík ásamt Ólafi Kvaran, Þórði Hall og Richard Valtingojer. Sýningarstjórn.
- 1977-1982 Í stjórn FÍM - Félags íslenskra myndlistarmanna
- 1978 Norræna húsið, Jón Engilberts, minningarsýning, ásamt Ólafi Kvaran og Þórði Hall. Sýningarstjórn.
- 1978-1984 Í stjórn Kjarvalsstaða
- 1980-1982 Í ráði Norrænu myndlistarmiðstöðvarinnar í Sveaborg í Helsinki
- 1982-1984 Í stjórn Norrænu myndlistarmiðstöðvarinnar í Sveaborg í Helsinki
- 1994 12 listamenn. Bankside gallery London, Englandi. Sýningarstjórn.
- 1994 Listahátíð, FÍM-salur, sýning á verkum Jóns Engilberts. Sýningarstjórn.
- 1999-2003 Í stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju
- 1999 Formaður nefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta
- 2006 Mynd mín af Hallgrími. Samsýning í Hallgrímskirkju. Sýningarstjórn.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Morgunblaðið - 31. tölublað (07.02.2013) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26. september 2024.
- ↑ „Alþýðublaðið - 210. Tölublað (29.09.1969) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 8. október 2024.
- ↑ „Alþýðublaðið - 183. Tölublað (03.09.1954) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20. september 2024.
- ↑ „Þjóðviljinn - 187. tölublað (24.08.1969) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20. september 2024.
- ↑ „Alþýðublaðið - 210. Tölublað (29.09.1969) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20. september 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - 253. tölublað - II (05.11.1978) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 30. september 2024.
- ↑ „Þjóðviljinn - 122. tölublað (05.06.1976) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20. september 2024.
- ↑ „Dagblaðið - 7. tölublað (09.01.1976) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20. september 2024.
- ↑ „Alþýðublaðið - 9. Tölublað- Helgarblað (18.01.1976) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20. september 2024.