Fara í innihald

Jón úr Vör

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjá aðgreiningarsíðu fyrir aðra einstaklinga sem heita Jón Jónsson.

Jón Jónsson (f. 21. janúar 1917, d. 4. mars 2000) betur þekktur sem Jón úr Vör var rithöfundur, ritstjóri, fornbóksali. Hann var hvatamaður að stofnun Bókasafns Kópavogs og fyrsti bæjarbókavörður staðarins. Jón úr Vör er af mörgum talinn í hópi helstu ljóðskálda 20. aldar. [heimild vantar] Foreldrar hans voru Jón Indriðason skósmiður og Jónína Guðrún Jónsdóttir á Patreksfirði. Ungur var hann sendur í fóstur hjá Þórði Guðbjartssyni verkamanni og Ólínu Jónsdóttur á Patreksfirði. Að loknum barnaskóla stundaði Jón nám á Núpi í Dýrafirði; síðan í lýðháskóla í Svíþjóð og Genf.

Hann var ritstjóri Útvarpstíðinda og kom töluvert að útgáfustarfsemi. Hann átti þátt í stofnun Rithöfundasambands Íslands og sat í stjórn þess. Jón varð þjóðþekktur fyrir ljóðabókina Þorpið sem kom út 1946. Hann var formbyltingarmaður í ljóðagerð og hefur stundum verið talinn í hópi atómskáldanna sem komu fram á sjónarsviðið um 1950. Óbundinn kveðskapur, eða svonefnd atómljóð, voru verulega umdeild til að byrja með en áunnu sér traustan sess með tímanum. Jón bar ávallt sterkar taugar til heimahaga sinna; Patreksfjarðar og Rauðasandshrepps, eins og ljóðabálkur hans, Þorpið, hans ber vitni um.

Þorpið var samin í Svíþjóð. Þorpið setti fram nýtt form í íslenskri ljóðlist og kom út árið 1946. Þar þverbrýtur Jón hið hefðbunda form ljóða. Hann hefur enga reglu í ríminu, ljóðstafasetningu og hrynjanda þar sem það finnst í ljóðum hans. Þetta er fyrsta safn óbundinna ljóða, sem á sínum tíma voru kölluð "atómljóð" og ollu miklu fjaðrafoki. Hann er því frumherji þessa ljóðstíls sem er orðinn ríkjandi í íslenskum ljóðskap. Í Þorpinu er einum flokki ljóða gefinn mest athygli en í honum eru ljóð ort frá sjónarhorni lítils stráks sem ólst upp hjá fósturforeldrum. Í kennslubókinni „Tíminn er eins og vatnið“ segir frá því að Jón hafi gefið það út að hann hafi verið strákurinn í hlutverki ljóðmælanda.

Gæsalappir

„Bók þessi fjallar um uppvaxtarár mín og æsku, lífið og lífsbaráttuna í þorpinu, vegavinnusumar fjarri átthögum, um venzlafólk mitt og aðra, sem voru mér á einhvern hátt nákomnir... allsstaðar er farið frjálslega með staðreyndir, enda þótt hvergi sé í aðalatriðum hvikað frá hinu rétta.““

— Jón úr Vör.

Þorpið er einhver þekktasta ljóðabók sem gefin hefur verið út á Íslandi.

Ljóðstafur Jóns úr Vör

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2001 var stofnað til ljóðasamkeppni á vegum lista- og menningarráðs Kópavogs og Ritlistarhóps Kópavogs, sem hlaut nafnið Ljóðstafur Jóns úr Vör, í minningu skáldsins. Öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð á íslensku, en undir dulnefni. Dómnefnd útnefnir síðan besta ljóðið. Hér geta því tekist á reyndari skáld og hin yngri í jöfnum leik. Veitt eru peningaverðlaun og verðlaunaskáldið fær til varðveislu í eitt ár silfurskreyttan göngustaf, sem var í eigu Jóns úr Vör. Á stafinn er festur skjöldur með nafni verðlaunahafa ásamt ártali. Verðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn á fæðingardegi Jóns úr Vör þann 21. janúar ár hvert.

Ljóðabækur Jóns úr Vör

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ég ber að dyrum 1937
  • Stund milli stríða 1942
  • Þorpið 1946
  • Með hljóðstaf 1951
  • Með örvalausum boga 1951
  • Vetrarmávar 1960
  • Maurildaskógur 1965
  • 100 kvæði úrvarl 1967
  • Mjallhvítarkistan 1968
  • Stilt vaker ljoset 1972
  • Vínarhús 1972
  • Blåa natten över havet 1976
  • Altarisbergið 1978
  • Regnbogastígur 1981
  • Gott er að lifa 1984.
  • „Bókasafn Kópavogs - Jón úr Vör“.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.