Jón Þorleifsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Þorleifsson (26. desember 189114. júlí 1961) var íslenskur myndlistarmaður sem er meðal annars þekktur fyrir landslagsmyndir, expressjónískar mannlífsmyndir, og myndir af skipum og hafnarmannvirkjum. Eitt þekktasta verk hans er málverkið Fiskikonur sem var sýnt í sýningarbás Íslands á Heimssýningunni í New York 1939 og er nú staðsett í Alþingishúsinu. Hann lærði við listaskóla í Kaupmannahöfn og París. Hann var einn aðalhvatamaðurinn að byggingu Listamannaskálans við Austurvöll og fyrsti forstöðumaður hans. Hann var frumkvöðull í ritun myndlistargagnrýni í dagblöðum.

Faðir Jóns var Þorleifur Jónsson í Hólum, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.