Jón Þorleifsson
Útlit
Jón Þorleifsson (26. desember 1891 – 14. júlí 1961) var íslenskur myndlistarmaður sem er meðal annars þekktur fyrir landslagsmyndir, expressjónískar mannlífsmyndir, og myndir af skipum og hafnarmannvirkjum. Eitt þekktasta verk hans er málverkið Fiskikonur sem var sýnt í sýningarbás Íslands á Heimssýningunni í New York 1939 og er nú staðsett í Alþingishúsinu. Hann lærði við listaskóla í Kaupmannahöfn og París. Hann var einn aðalhvatamaðurinn að byggingu Listamannaskálans við Austurvöll og fyrsti forstöðumaður hans. Hann var frumkvöðull í ritun myndlistargagnrýni í dagblöðum.
Faðir Jóns var Þorleifur Jónsson í Hólum, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.