Listamannaskálinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Listamannaskálinn var sýningarskáli í Kirkjustræti sem var reistur af Félagi íslenskra myndlistarmanna árið 1943 fyrir söfnunar- og gjafafé. Hann var reistur sem bráðabirgðahúsnæði[1][2] á lóð sem íslenska ríkið úthlutaði félaginu við hliðina á Alþingishúsinu milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis við Austurvöll í Reykjavík. Byggingarleyfið var til fimm ára.[3] Skálinn var fyrsta sýningarhúsnæðið á Íslandi sem var sérstaklega reist fyrir myndlistarsýningar. Fyrsta sýningin sem þar var haldin var yfirlitssýning félagsins í apríl 1944.[4] Hann hýsti líka tónlistarviðburði og fundi.[5] Hann var rifinn árið 1968, sama ár og framkvæmdir hófust við Kjarvalsstaði, og þótti þá mjög úr sér genginn. Á lóðinni stendur nú Skálinn, viðbygging við Alþingishúsið sem var reist árið 2002.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Morgunblaðið 1966
  2. Morgunblaðið 1965
  3. Essbald (7.8.2018). „Kirkjustræti 12 í Reykjavík (Líkn)“. Áfangar.
  4. Ólafur K. Magnússon (1993). „Listamannaskálinn við Alþingishúsið“. Morgunblaðið. 81 (236): 26-27B.
  5. Helgi Jónsson (19.1.2015). „Listamannaskálinn“. Glatkistan.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.