Jómsvíkingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jómsvíkingar fá yfir sig haglél í orrustunni í Hjörungavogi.

Jómsvíkingar voru víkingar, sem á 10. öld létu að sér kveða við sunnanvert Eystrasalt og kenndu sig við Jómsborg, sem þeir stofnuðu. Þeir voru málaliðar, sem börðust fyrir hvern þann sem var reiðubúinn að borga, jafnvel kristna konunga, þó að þeir væru sjálfir heiðnir. Helsta heimildin um þá er Jómsvíkinga saga, en þeirra er einnig getið í fleiri íslenskum sögum, sem ritaðar voru á 12. og 13. öld. Heimildir um þá eru frekar þjóðsagnakenndar, en talið er að í þeim sé samt sögulegur kjarni.

Aðsetur þeirra, Jómsborg, er talið hafa verið við sunnanvert Eystrasalt, en sagnfræðingar deila um hvar nákvæmlega. Talið er nokkuð öruggt að borgin hafi verið á eynni Wolin eða Wollin við norðurströnd Póllands. Þá eyju kölluðu norrænir menn Jóm, sem mun vera sama og Jumne og Julin, sem nefnd er í fornum latínuritum. Einna helst er talið að Jómsborg gæti hafa verið við borgina Wolin. Þar hafa fundist rústir af þorpi eða borg frá víkingaöld.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Ólafur Halldórsson: Um Jómsvíkinga. Jómsvíkingar. Wolin – Jómsborg. Verslunarstaður í Póllandi, Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík 1992, 17–19. — Sýningarskrá.
  • Gwyn Jones: A History of the Vikings. 2. útg. Oxford University Press, USA, 2001.
  • O. Kunkel, og K. A. Wilde: Jumne, 'Vineta', Jomsborg, Julin: Wollin. Stettin, 1941.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]