Fara í innihald

Jómsborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jómsborg var borg þar sem norrænir víkingar áttu sér vígi. Ekki er vitað hvar borgin var nákvæmlega, en hún á að hafa verið einhvers staðar á suðurströnd EystrasaltsVindlandi miðalda). Íbúar borgarinnar voru nefndir Jómsvíkingar og heitir Jómsvíkinga saga eftir þeim.

Flestir fræðimenn telja að Jómsborg hafi verið einhvers staðar á eyjunni Wolin, við norðvesturhorn Póllands. Hefur borgin Wolin einkum verið tilgreind í því sambandi, því að þar hafa fundist miklar minjar frá víkingaöld.