Inga Minelgaite
Inga Minelgaité (f. 1982) er prófessor í viðskiptafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands[1]. Viðskiptafræðideild tilheyrir Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Inga er fyrst útlendinga til að gegna stöðu prófessors við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands[2]. Hún er umsjónarmaður náms í verkefnastjórnun á meistarastigi við Háskóla Íslands[3]. Helsta rannsóknasvið Ingu er þvermenningarleg forysta. Einnig hefur hún áhuga á nýjum fræðasviðum, svo sem að leiða tímabundin verkefnateymi og fylgimennsku[4].
Akademískur ferill
[breyta | breyta frumkóða]Inga brautskráðist 2004 með bakklárgráðu í markaðsstjórnun frá ISM University of Management and Economics í Litháen. Hún var yfir verkefnastjórnunarmiðstöð í SMK University of Applied Social Sciences árin 2005-2007. Auk þeirrar stöðu hafði hún umsjón með fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal Life Long Learning sem er hluti af skipulagi Evrópusambandsins[5]. Árið 2008 lauk hún meistaragráðu í viðskiptafræði með áherslu á mannauðs- og starfsmannastjórnun frá Kaunas University of Technology í Litháen. Á árunum 2012-2016 stundaði Inga doktorsnám við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands[6] þar sem hún lagði áherslu á þvermenningarlega forystu. Í kjölfarið stundaði hún nýdoktorsrannsóknir 2016-2017 við Háskóla Íslands.
Árið 2017 var Inga ráðin í stöðu lektors við Viðskiptadeild Háskóla Íslands, og síðar dósent 2018-2020. Frá júlí 2020 hefur Inga gegnt prófessorsstöðu við Viðskiptadeild Háskóla Íslands[7].
Rannsóknir og verkefni
[breyta | breyta frumkóða]Meðal annars hefur Inga tekið þátt í eftirfarandi rannsóknum og verkefnum:
- Frá árinu 2015 hefur Inga verið svæðisstjóri í norðausturhluta Mið-Evrópu fyrir verkefnið Global Preferred Leadership and Cultural Values[8].
- Frá árinu 2017 hefur Inga verið samstarfsaðili fyrir Ísland í GLOBE verkefninu, sem er stærsta þvermenningarlega skipulagða leiðtogarannsókn til þessa[9].
- Frá árinu 2018 hefur Inga verið meðlimur í leiðtogateymi FEELS verkefnisins[10].
- Inga er yfirmaður verkefnis Erasmus Plus, samstarfsverkefnis Íslands, Litháens og Serbíu sem snýr að sjálfbærri stjórnun verkefna[11]. Stefnt er að því að verkefnið sé stafrækt til ársins 2023.
Stjórnunar- og sérfræðingsstörf
[breyta | breyta frumkóða]Í maí 2018 stofnaði Inga Rannsóknarmiðstöð um Verkefnastjórnun við Háskóla Íslands[12] og var formaður miðstöðvarinnar til ársins 2020. Inga hefur verið stjórnarmaður við WOW University frá árinu 2019[13]. Inga er einnig gestaprófessor við Háskólann í Vilnius[14] og fleiri háskóla.
Inga var ræðumaður um leiðtogahraða 500 leiðtoga Philip Morris í Eystrasaltsríkjunum árið 2021. Hún er einnig einn ræðumanna á EBIT 2021[15].
Inga, ásamt Bryndísi Pjetursdóttur, Vigdísi Leu Birgisdóttur, og Eddu Ýri Georgsdóttur, héldu reglulega viðburði sem kallaðir voru „Failure nights“ þar sem ýmsir úr viðskiptalífinu fluttu fyrirlestra um mikilvægi mistaka og hvernig á að læra af mistökum[16].
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2020 var Inga tilnefnd sem vísindamaður ársins af People tímaritinu í Litháen[17]. Hún var tilnefnd fyrir virka þátttöku í leiðtogarannsóknum, þá sérstaklega fyrir miðlun þekkingar fyrir almenning um leiðtogamennsku og forystu. Árið 2020 var Inga skipuð af utanríkisráðuneyti Litháens sem heiðursræðismaður lýðveldisins Litháen á Íslandi[18].
Inga er meðhöfundur að bókinni Demystifying Leadership in Iceland sem var tilnefnd til bókaverðlauna EURAM árið 2018[19]. European Academy of Management (EURAM) var stofnað árið 2001 og er tileinkað framgangi stjórnunar sem fræðigreinar í Evrópu[20].
Inga hefur verið meðal 4% mest lesnu vísindamannanna á Academia.edu[21] sem er bandarísk vefsíða fyrir fræðimenn með yfir 160 milljónir skráðra notenda[22].
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Inga Minelgaite er dóttir Liudvikas Minelga (1957-2016), rafeindatæknis, frumkvöðuls og stjórnanda, og Jovita Minelgiene (f. 1962), með MSc í uppeldisfræði og frumkvöðuls með ástríðu fyrir heilbrigðu líferni. Inga á tvo syni.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Inga Minelgaité - Prófessor | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Yfir 40 fá framgang í starfi | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Verkefnastjórnun við HÍ hlýtur styrk til alþjóðlegra rannsókna | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Inga Minelgaité - Prófessor | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Lifelong learning“. European Parliament (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2021. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Inga Minelgaite Snæbjörnsson“. www.mbl.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Yfir 40 fá framgang í starfi | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Inga Minelgaite Snæbjörnsson“. www.mbl.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „GLOBE Project“. www.globeproject.com (enska). Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Project leaders“. The FEELS Project (enska). 3. ágúst 2021. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Þrír rannsóknastyrkir til fræðimanna á Félagsvísindasviði | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Rannsóknarmiðstöð um verkefnastjórnun | Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands“. ibr.hi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2021. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Taryba | WoW University | Universitetas nesustabdomoms moterims“. WoW University (litháíska). Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „MBA ENTREPRENEURSHIP“. VU Business School (bresk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2021. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „VADOVŲ KONFERENCIJA EBIT“ (bandarísk enska). Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Mikilvægt að gera mistök“. www.frettabladid.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Apdovanojimai „Žmonės 2020": nominantai ir laimėtojai | ŽMONĖS.lt“. www.zmones.lt (litháíska). Sótt 20. ágúst 2021.[óvirkur tengill]
- ↑ „Litháar og Íslendingar fagna 30 ára vináttu“. www.mbl.is. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Árelía Eydís Guðmundsdóttir“. Kvennabókmenntir (enska). Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „EURAM - European Academy of Management“. euram.academy. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Inga Minelgaite | University of Iceland - Academia.edu“. hi.academia.edu. Sótt 20. ágúst 2021.
- ↑ „Academia.edu - Share research“. www.academia.edu. Sótt 20. ágúst 2021.