Fara í innihald

Indverski þjóðarráðsflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Indverska þjóðarráðið)
Indverski þjóðarráðsflokkurinn
Indian National Congress
Forseti Mallikarjun Kharge
Þingflokksformaður Rahul Gandhi (neðri þingdeild)
Mallikarjun Kharge (efri þingdeild)
Stofnár 1885; fyrir 140 árum (1885)
Höfuðstöðvar 24, Akbar Road
Nýja Delí 110001
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Jafnaðarstefna, frjálslyndi, veraldarhyggja, indversk þjóðernishyggja
Sæti á neðri þingdeild (Lok Sabha)
Sæti á efri þingdeild (Rajya Sabha)
Vefsíða www.inc.in

Indverski þjóðarráðsflokkurinn (Indian National Congress; oft stytt í INC eða einfaldlega Congress) eða Kongressflokkurinn er indverskur stjórnmálaflokkur.[1] Flokkurinn var stofnaður árið 1885 og var fyrsta nútímaþjóðernishreyfingin sem varð til í breska heimsveldinu í Asíu og Afríku.[2] Seint á nítjándu öld og sérstaklega eftir árið 1920 varð þjóðarráðsflokkurinn undir forystu Mohandas Gandhi helsti leiðtogi indversku sjálfstæðisbaráttunnar. Á þeim tíma voru meðlimir hans rúmlega 15 milljónir og um 70 milljónir tóku þátt í störfum flokksins.[3]

Þjóðarráðsflokkurinn leiddi Indland til sjálfstæðis frá Bretlandi[4][5] og hafði mikil áhrif á aðrar þjóðernishreyfingar sem börðust fyrir afnýlenduvæðingu í breska heimsveldinu.[2]

Þjóðarráðsflokkurinn er veraldlegur flokkur sem er almennt kenndur við frjálslynda félagshyggju og talinn til miðvinstriflokka í indverskum stjórnmálum.[6] Samfélagsstefna þjóðarráðsins er byggð á gildi sem Gandhi kallaði „Sarvodaya“ og felur í sér umbætur á lífsskilyrðum fátækra og jaðarsettra samfélagshópa.[7]

Eftir sjálfstæði Indlands árið 1947 gekk þjóðarráðsflokkurinn í ríkisstjórn landsins og í héraðsstjórnir margra stakra fylkja.[8] Þjóðarráðið varð voldugasti stjórnmálaflokkur Indlands: Í fimmtán kosningum sem haldnar hafa verið frá sjálfstæði landsins hefur flokkurinn sex sinnum unnið hreinan þingmeirihluta og hefur leitt stjórnarsamstörf fjórum sinnum að auki. Alls hefur flokkurinn setið í stjórn Indlands í 49 ár. Sjö forsætisráðherrar Indlands hafa verið úr þjóðarráðsflokknum: Sá fyrsti var Jawaharlal Nehru (1947–64) og sá nýlegasti var Manmohan Singh (2004–14). Flokknum gekk ekki vel í indversku þingkosningunum árið 2014 en hann er enn annar tveggja stærstu stjórnmálaflokkum landsins ásamt hægriflokknum Bharatiya Janata (BJP).[9] Í kosningunum árið 2014 hlaut þjóðarráðsflokkurinn sína verstu kosningu frá sjálfstæði Indlands og vann aðeins 44 af 543 þingsætum indverska þingsins Lok Sabha.

Frá 2004 til 2014 var stjórnarbandalag þjóðarráðsflokksins í ríkisstjórn Indlands með Manmohan Singh sem forsætisráðherra. Forseti flokksins á þessum tíma, Sonia Gandhi, hefur verið flokksleiðtogi lengur en nokkur annar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Indian National Congress“. Encyclopædia Britannica. Sótt 26. febrúar 2018.
  2. 2,0 2,1 Marshall, P. J. (2001), The Cambridge Illustrated History of the British Empire, Cambridge University Press, bls. 179
  3. „Information about the Indian National Congress“. www.open.ac.uk. Arts & Humanities Research council. Sótt 29. júlí 2015.
  4. Chiriyankandath, James (2016), Parties and Political Change in South Asia, Routledge, bls. 2
  5. Kopstein, Jeffrey; Lichbach, Mark; Hanson, Stephen E. (2014), Comparative Politics: Interests, Identities, and Institutions in a Changing Global Order, Cambridge University Press, bls. 344
  6. „Indian National Congress – about INC, history, symbol, leaders and more“. Elections.in. 7. febrúar 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 24 desember 2018. Sótt 3. maí 2014.
  7. Sahasrabuddhe, Vinay (8. ágúst 2016). „In Decline Mode, Congress Struggles With a 'Crisis of Purpose'. The Quint. Sótt 17. desember 2017.
  8. „Indian National Congress“. Britannica Academic. Encyclopaedia Britannica. Sótt 12. mars 2019. Quote: "broadly based political party of India. Formed in 1885, the Indian National Congress dominated the Indian movement for independence from Great Britain. It subsequently formed most of India’s governments from the time of independence and often had a strong presence in many state governments."
  9. Strömbäck, Jesper; Kaid, Lynda Lee (2009), The Handbook of Election News Coverage Around the World, Routledge, bls. 126