Fara í innihald

Sonia Gandhi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sonia Gandhi
Forseti indverska þjóðarráðsflokksins
Í embætti
10. ágúst 2019 – 19. október 2022
Í embætti
14. mars 1998 – 16. desember 2017
Persónulegar upplýsingar
Fædd9. desember 1946 (1946-12-09) (78 ára)
Lusiana, Veneto, Ítalíu
StjórnmálaflokkurIndverski þjóðarráðsflokkurinn
MakiRajiv Gandhi (g. 1968)
BörnRahul Gandhi, Priyanka Gandhi Vadra

Sonia Gandhi (f. 9. desember 1946) er indverskur stjórnmálamaður af ítölskum uppruna. Hún er meðlimur Nehru-Gandhi-ættarinnar voldugu og fyrrum forseti Indverska þjóðarráðsflokksins. Hún tók við formannsembætti flokksins árið 1998, sjö árum eftir að eiginmaður hennar og forveri í embættinu, Rajiv Gandhi, var myrtur. Hún gegndi formannsembættinu í nítján ár, lengur en nokkur annar, og á þeim tíma hneigðist flokkurinn nokkuð til miðvinstristefnu í indverskum stjórnmálum.[1][2][3][4]

Sonia Gandhi fæddist undir nafninu Sonia Maino í litlu þorpi nálægt Vicenza á Ítalíu til rómversk-kaþólskrar fjölskyldu. Eftir að hún lauk grunnnámi í skólum í nágrenninu gekk hún í Cambridge-háskóla og giftist Rajiv Gandhi árið 1968. Hún hlaut indverskan ríkisborgararétt og flutti með Rajiv inn á heimili tengdamóður sinnar, forsætisráðherra Indlands, Indiru Gandhi, í Nýju Delí. Sonia Gandhi tók þó ekki þátt í stjórnmálum fyrst um sinn, jafnvel ekki eftir að eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 1984.

Eftir að eiginmaður hennar var myrtur bauð indverska þjóðarráðið Soniu Gandhi að gerast ríkisstjórnarleiðtogi en hún afþakkaði það og hélt sig utan stjórnmála. Hún féllst loks á að hefja þátttöku í stjórnmálum árið 1997 eftir stöðugar átölur flokksmanna. Hún var næsta ár tilnefnd í forsetaembætti flokksins og vann sigur í formannskjöri á móti Jitendra Prasada.[5][6][7] Undir forystu Gandhi vann þjóðarráðsflokkurinn sigur í þingkosningum árið 2004 og myndaði ríkisstjórn ásamt öðrum miðvinstriflokkum. Gandhi átti þátt í stofnun Sameinaða framsóknarbandalaginu (United Progressive Alliance; UPA), sem hlaut endurkjör í þingkosningum árið 2009. Gandhi gerðist þó ekki forsætisráðherra í þessum ríkisstjórnum og var þess í stað áfram leiðtogi kosningabandalagsins og ráðgjafarnefndar þjóðarinnar.[8][9][10]

Gandhi hefur á stjórnmálaferli sínum stýrt ýmsum ráðgjafarnefndum sem hafa tekið þátt í stofnun og framkvæmd ýmissa réttinda- og velferðarverkefna. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir hlutdeild sína í Bofors-hneykslinu á stjórnartíð eiginmanns síns og í spillingarmáli varðandi lán þjóðarráðsflokksins til tímaritsins National Herald. Einnig hefur erlendur uppruni hennar verið bitbein meðal sumra Indverja.[11][12][13] Gandhi dró úr beinni þátttöku í stjórnmálum á seinni hluta seinna kjörtímabils UPA af heilsufarsástæðum. Hún sagði af sér sem formaður þjóðarráðsins í desember árið 2017 en leiðir enn þingnefnd flokksins. Þótt Gandhi hafi aldrei gegnt opinberu embætti í Indlandi hefur henni oft verið lýst sem einum valdamesta stjórnmálamanni landsins og sem einni voldugustu konu á heimsvísu.[14][15][16]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Sonia Gandhi retires as Congress president, to remain active in politics“. The Indian Express. 15. desember 2017. Sótt 15. desember 2017.
  2. Chowdhary, Neerja (16 Desember 2017). „As Sonia Gandhi makes way“. The Indian Express. Sótt 19. desember 2017.
  3. Naqshbandi, Aurangzeb (16. desember 2017). „Sonia Gandhi's 19 years as Congress president: From husband Rajiv's death to son Rahul's elevation“. Hindustan Times. Sótt 20 Desember 2017.
  4. Chandra, Rina (14. apríl 2009). „Sonia Gandhi keeps Congress hopes alive in India polls“. Reuters. Sótt 19. desember 2017.
  5. Weinraub, Bernard (24. maí 1991). „Assassination In India; Sonia Gandhi Declines Invitation To Assume Husband's Party Post“. The New York Times. Sótt 25. maí 2014.
  6. „Sonia Gandhi re-elected Congress President“. Outlook. 25. mars 2005. Sótt 21. nóvember 2017.
  7. „Sonia Gandhi Biography“. Elections in India. Sótt 24. maí 2014.
  8. „Fourth time in a row, Sonia Gandhi is Congress chief“. The Times of India. 4. september 2010. Sótt 25. maí 2014.
  9. Robinson, Simon. „India's Most Influential“. Time. Sótt 25. nóvember 2017.
  10. „Sonia: and yet so far“. The Economist. 20. maí 2004. Sótt 25. nóvember 2017.
  11. Roy, Aruna (15. desember 2017). „Movements and governments“. The Indian Express. Sótt 15. desember 2017.
  12. „End of the longest regency“. Outlook. 4. desember 2017. Sótt 25. nóvember 2017.
  13. Ramaseshan, Radhika (30. ágúst 2002). „BJP sees Gujarat ammo in Sonia origins“. The Telegraph. Calcutta, India. Sótt 2. febrúar 2010.
  14. Manoj, CL (13. október 2017). „The Sonia Gandhi years and what Rahul Gandhi can learn“. The Times of India. Sótt 25. nóvember 2017.
  15. Riedel, Bruce (24. júní 2012). „Sonia Gandhi Health Mystery Sets India Leadership Adrift“. The Daily Beast. Sótt 25. nóvember 2017.
  16. Richard Sandbrook; Ali Burak Güven (1. júní 2014). Civilizing Globalization, Revised and Expanded Edition: A Survival Guide. SUNY Press. bls. 77–.