Einarsfjörður
Útlit
(Endurbeint frá Igaliko-fjorden)
60°42′N 46°02′V / 60.700°N 46.033°V
Einarsfjörður (g. Igalikup Kangerlua eða Igaliko-fjorden) er fjörður skammt frá Eiríksfirði á Grænlandi, annar meginfjörður hinnar fornu Eystribyggðar. Þar voru Garðar, biskupssetur Grænlands og önnur besta jörðin í Eystribyggð á eftir Brattahlíð.
Einarsfjörður var nefndur eftir Einari Þorgeirssyni, en faðir hans var Þorgeir leysingi en ekki er vitað um föðurnafn hans. Í Eiríks sögu rauða segir að Einar hafi beðið Guðríðar Þorbjarnardóttir en faðir hennar hafi ekki viljað gifta hana þrælssyni.
Fjörðurinn er 65 kílómetra langur og stendur bærinn Qaqortoq við fjörðinn.