Ian Smith

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ian Smith

Ian Douglas Smith (f. 8. apríl 1919, d. 20. nóvember 2007) er fyrrum forsætisráðherra í bresku krúnunýlendunni Suður-Ródesíu og forsætisráðherra Ródesíu (nú Simbabve) sem fulltrúi hvíta minnihlutans til 1. júní 1979. Flokkur hans Ródesíuframvörðurinn vann allar kosningar í landinu þar til stjórn minnihlutans lauk. Smith lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Bretlandi 11. nóvember 1965 sem vakti hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. 2. mars 1970 sleit landið svo öll tengsl við bresku krúnuna og lýsti yfir stofnun lýðveldis. Ári síðar hófst Kjarrstríðið, uppreisn fylkinga þeldökkra íbúa gegn stjórn Smiths. Meirihlutastjórn tók við fyrir millligöngu Breta 1980 og Robert Mugabe varð forsætisráðherra. Smith sat áfram á þingi Simbabve, en hvíti minnihlutinn var með 20 frátekin sæti á þinginu. Þegar Mugabe afnam þessi sæti dró Smith sig í hlé til búgarðs síns og gerðist hávær gagnrýnandi Mugabe-stjórnarinnar í ræðu og riti.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.