Fara í innihald

Ian Hacking

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ian Hacking
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. febrúar 1936Vancouver, bresku Kólumbíu)
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverkThe Emergence of Probability; Why Does Language Matter to Philosophy?; Scientific Revolutions
Helstu kenningarThe Emergence of Probability; Why Does Language Matter to Philosophy?; Scientific Revolutions
Helstu viðfangsefniVísindaheimspeki, málspeki


Ian Hacking (fæddur 18. febrúar 1936 í Kanada; d. 10. mai 2023) var virtur heimspekingur með sérfræði í vísindaheimspeki.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Hacking fæddist í Vancouver í Bresku Kólumbíu í Kanada. Hann stundaði grunnnám við Háskólann í Bresku Kólumbíu (1956) og Cambridge-háskóla (1958). Hacking kláraði doktorsnám sitt við Cambridge árið (1962), undir leiðsögn Casimir Lewy, fyrrum nemanda Ludwigs Wittgenstein.

Ian Hacking kenndi við Háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada sem lektor, síðar sem dósent. Hann kenndi einnig við Háskólann í Makerere í Úganda. Hann var fyrirlesari við Cambridge frá árunum 1969 til 1974 en þá færði hann sig yfir til Stanford-háskóla. Eftir að hafa kennt í nokkur ár við Stanford-háskóla, var hann eitt ár í Zentrum für Zeithistorische Forschung í Þýskalandi eða frá 1982–1983. Hann gerðist prófessor í heimspeki við Háskólann í Torontó árið 1983 og háskólaprófessor árið 1991.

Hacking er þekktur fyrir sögulega nálgun á vísindaheimspeki og hefur verið lýst sem einum af mikilvægustu mönnum vísindaheimspekinnar innan Stanford-háskóla þar er hann í flokki með John Dupré, Nancy Cartwright og Peter Galison.

Í bókinni Mad Travelers (1998) skráði Hacking atvik á síðasta áratug 19.aldar þar sem karlmenn í Evrópu þjáðust af skammvinnu minnisleysi og ferðuðust langa leið án allrar vitundar um eigið sjálf.

Árið 2002 var Hacking verðlaunaður, fyrstur manna á sviði hugvísinda, Kanadísku Killam verðlaununum en þau eru veitt þeim sem hafa sýnt framúrskarandi árangur á sínu starfsviði. Árið 2004 var hann sæmdur kanadísku orðunni og árið 2009 Holdberg verðlaununum sem eru norsk verðlaun veitt fyrir framlög fræðilegra verkefna á sviði lista, hugvísinda og félagsvísinda. Hacking var sæmdur Holdberg verðlaununum fyrir verk sín varðandi tölfræði og líkindafræði og hvernig þau hafa mótað samfélagið.

Verk eftir Ian Hacking hafa verið þýdd yfir á mörg tungumál.