Tegundir í bráðri útrýmingarhættu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ástand stofns
eftir hættustigi á Rauða lista IUCN

Tegundir í bráðri útrýmingarhættu eru þær tegundir lífvera sem taldar eru í mestri hættu á útdauða í náttúrulegum heimkynnum. Bráð útrýmingarhætta er flokkur í flokkunarkerfi Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna - IUCN.

Á listanum yfir tegundir í bráðri útrýmingarhættu eru 2264 dýrategundir og 1821 jurt, tvær sveppategundir og fjórar tegundir frumvera.

Dæmi um tegundir sem teljast í bráðri útrýmingarhættu eru skata, áll, leðurskjaldbaka og barðaháfur.

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]