Útdauða í náttúrulegum heimkynnum
Útlit
Ástand stofns |
---|
eftir hættustigi á Rauða lista IUCN |

Útdauða í náttúrulegum heimkynnum eru þær tegundir lífvera þar sem einu einstaklingarnir sem vitað er um eru í haldi eða haldið við sem stofni utan sinna náttúrulegu heimkynna. Þetta er sérstakur flokkur í flokkunarkerfi Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna - IUCN.
Á Rauða lista IUCN yfir tegundir sem eru útdauða í náttúrulegum heimkynnum eru 32 dýrategundir og 31 jurt.
Dæmi um slíkar tegundir eru berbaljón og sverðantilópa.
Myndasafn
[breyta | breyta frumkóða]-
Berbaljón
-
Sverðantilópa