Ingibjörg Þorbergs og Marz bræður - Í dansi með þér
Útlit
(Endurbeint frá IM 71)
Ingibjörg Þorbergs og Marz bræður | |
---|---|
IM 71 | |
Flytjandi | Ingibjörg Þorbergs, Marz bræður, hljómsveit Jan Morávek |
Gefin út | 1954 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Ingibjörg Þorbergs og Marz bræður er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngja Ingibjörg Þorbergs og Marz bræður tvö lög með hljómsveit Jan Morávek. Hljómsveitina skipuðu fyrir utan Jan, þeir Josef Felzmann, Jónas Dagbjartsson, Þorvaldur Steingrímsson, Ervin Koeppen og Steingrímur Sigurðsson. Marz bræður voru þeir Magnús Ingimarsson, Ásgeir Sigurðsson, Sigurður Sívertsen og Vilhjálmur B. Vilhjálmsson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.