Jan Morávek

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jan Morávek (2. maí 191222. maí 1970) var austurrískur klarinettleikari og hljómsveitarstjóri af tékkneskum ættum sem var mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi eftir síðari heimsstyrjöld. Hann fæddist í Vínarborg þar sem hann lærði hljóðfæraleik og hljómsveitarstjórn og lék meðal annars við óperuhljómsveitina og Fílharmóníusveit Graz. Hann kynntist fyrri konu sinni, íslensku söngkonunni Svanhvíti Egilsdóttur, í Vín og flutti með henni til Íslands árið 1948. Þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð gekk hann til liðs við hana og lék þar meðal annars á fagott og selló, en auk þess stjórnaði hann kórum og lék með fjölda danshljómsveita, þar á meðal Nausttríóinu með landa sínum, Carli Billich og í uppfærslum í Þjóðleikhúsinu. Hann lék á mörgum hljómplötum með Tríói Jans Morávek og útsetti fjölda laga fyrir kóra og hljómsveitir.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.