Fara í innihald

Jan Morávek

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jan Morávek (2. maí 191222. maí 1970) var austurrískur klarinettleikari og hljómsveitarstjóri af tékkneskum ættum sem var mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi eftir síðari heimsstyrjöld. Hann fæddist í Vínarborg þar sem hann lærði hljóðfæraleik og hljómsveitarstjórn og lék meðal annars við óperuhljómsveitina og Fílharmóníusveit Graz. Hann kynntist fyrri konu sinni, íslensku söngkonunni Svanhvíti Egilsdóttur, í Vín og flutti með henni til Íslands árið 1948. Þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð gekk hann til liðs við hana og lék þar meðal annars á fagott og selló, en auk þess stjórnaði hann kórum og lék með fjölda danshljómsveita, þar á meðal Nausttríóinu með landa sínum, Carli Billich og í uppfærslum í Þjóðleikhúsinu. Hann lék á mörgum hljómplötum með Tríói Jans Morávek og útsetti fjölda laga fyrir kóra og hljómsveitir.

Með síðari konu sinni, Sólveigu Jóhannsdóttur, eignaðist hann þrjú börn, þeirra á meðal Jóhann Morávek hljóðfæraleikara, stjórnanda og skólastjóra Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu, og Nínu Morávek organista og kórstjóra.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.