Ásgeir Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Getur líka átt við Ásgeir snikkara.

Ásgeir Sigurðsson (f. 28. september 1865 á Ísafirði - d. 26. september 1935) var íslenskur verslunarmaður og konsúll Breta sem stofnaði Verslunina Edinborg í samvinnu við tvo skoska viðskiptamenn, George Copland og Norman Berrie. Ásgeir byggði sér hús á Suðurgötu 12 í Reykjavík árið 1899. Hann var einn fyrsti verslunarmaðurinn til þess að borga starfsfólki sínu í reiðuféi sem þótti nýlunda. Tíu ára gamall fluttist Ásgeir frá Ísafirði og dvaldi hjá föðurbróður sínum Jóni A. Hjaltalín í Edinborg í Skotlandi. Hann dvaldi í Edinborg í sex ár og gekk þar í skóla. Hinn 5. nóvember 1907 var Ásgeir skipaður vice-konsúll fyrir Reykjavík.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.