Hvanndalabræður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hvanndalabræður voru þeir Bjarni, Jón og Einar Tómassynir frá Hvanndölum. Fæðingarár þeirra eru ekki þekkt en líklega eru þeir fæddir kring um 1590. Bjarni var þeirra elstur en Einar yngstur. Þeir urðu landsfrægir eftir rannsóknarferð sína til Kolbeinseyjar árið 1616. Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum fékk þá til fararinnar. Tilgangur hennar var að mæla stærð eyjarinnar og afla upplýsinga um þau hlunnindi sem af henni mætti hafa. Hvanndalir eru lítil dalskora milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Þar var aðeins einn bær, afar afskekktur. Í Hvanndölum var búið frá því snemma á öldum en lítið er vitað um ábúendur. Í byrjun 17. aldar bjó þar maður að nafni Tómas Gunnlaugsson, faðir þeirra Hvanndalabræðra. Ekkert er vitað um ættir hans eða nafn húsfreyju. Hann lést af slysförum í Hvanndölum 1615. Bjarni drukknaði á Skagafirði 1617, árið eftir Kolbeinseyjarför. Helsta heimild um frægðarför Hvanndalabræðra er kvæðið Kolbeinseyjarvísur eftir sr. Jón Einarsson í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Árni Hjartarson. „Ferð Hvanndalabræðra til Kolbeinseyjar“. Náttúrufræðingurinn. 73 (1-2) (2005): 31-37.
  • Jón Einarsson. „Kolbeinseyjarvísur“. Blanda (tímarit). 1 (1) (1920): 149-162.