Hvammsvirkjun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvammsvirkjun er áætluð vatnsaflsvirkjun í neðri hluta Þjórsá. Gert er ráð fyrir að Þjórsá verði stífluð um 6 km norðan við Árnes og sunnan Þjórsárdals. Fyrirhugað lón virkjunarinnar er Hagalón. Vatn úr ánni verður leitt neðanjarðar að stöðvarhúsi við Skarðsfjall austan megin við ánna og aftur út í Þjórsá um 3 km norðan Árness.

Ef áætlun gengur eftir verður afl virkjunarinnar 82 MW og fallhæð hennar 32 metrar.

Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur bent á að störf og tekjur vegna virkjunarinnar fara sáralítið til sveitarfélagsins og heldur til höfuðborgarsvæðisins. [1]

Sumarið 2023 var virkjanaleyfið fellt úr gildi vegna þess að „Orkustofnun gætti ekki að fyrirmælum um stjórn vatnamála við undirbúning að útgáfu virkjanaleyfisins“.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þjónar ekki hagsmunum sveitarfélagsins Bændablaðið, sótt 23. feb 2023
  2. Orkustofnun fór ekki að lögum við útgáfu virkjanaleyfis fyrir Hvammsvirkjun Rúv.is, sótt 15. júní 2023

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.