Hagalón
Útlit
Hagalón er fyrirhugað uppistöðulón fyrir Hvammsvirkjun í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Áætluð stærð lónsins er fjórir ferkílómetrar. Fyrirhugað er að stífla farveg Þjórsár um 400 m ofan við Minnanúpshólma. Að vestan mun lónið afmarkast að mestu leyti af Þjórsárdalsvegi en sá vegur verður endurbyggður við bakka lónsins og færður nær Þjórsá. Vatnsyfirborð lónsins verður í 116 m hæð yfir sjávarmáli, rúmmálið um 13,2 Gl og meðaldýpt lónsins verður 3,3 m.
Lónið er umdeilt og fer ein stærsta ey Þjórsár, Hagaey, að mestu undir vatn.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða Landsvirkjunar um Hvammsvirkjun Geymt 9 ágúst 2020 í Wayback Machine