Fara í innihald

Hvað tefur þig bróðir?

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvað tefur þig bróðir? er LP-hljómplata gefin út að frumkvæði Samtaka herstöðvaandstæðinga árið 1982. Á henni eru tíu lög flutt af ýmsum listamönnum undir heitinu Heimavarnarliðið sem flest beinast gegn hernaði og erlendri hersetu á Íslandi. Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) sá um stjórn upptöku og útsetningar á plötunni og taldist einnig formlegur útgefandi hennar. Þetta var önnur hljómplatan þessarar gerðar, en þremur árum fyrr kom út platan Eitt verð ég að segja þér.

Myndlistarmaðurinn Sigurður Örn Brynjólfsson hannaði plötuumslag.

  1. 30. mars - Lag - texti: Kjartan Ragnarsson, flytjandi: Kjartan Ragnarsson & 1000 manna Heimavarnarlið
  2. Hvað tefur þig bróðir - Lag - texti: Bergur Þórðarson, Jakobína Sigurðardóttir, flytjandi: Sverrir Guðjónsson
  3. Vögguvísa róttækrar móður - Lag - texti: Böðvar Guðmundsson, flytjandi: Silja Aðalsteinsdóttir
  4. Þóknunin - Lag - texti: Elías Davíðsson (upp úr skjölum Alusuisse), flytjandi: Sverrir Guðjónsson
  5. Hvert afrek bróðir ætlar þú að vinna? - Lag - texti: Bergþóra Árnadóttir, Gunnar Dal flytjandi: Bergþóra Árnadóttir & 1000 manna Heimavarnarlið
  6. Klukkurnar í Nagasaki - Lag - texti: Guðmundur Hermannsson, Hjörtur Pálsson, flytjandi: Guðmundur Hermannsson
  7. Ákall til dollars almáttugs - Lag - texti: Ingvi Þór Kormáksson, Elías Mar, flytjandi: Ingvi Þór Kormáksson
  8. Íbúar í Prag - Lag - texti: Kristján Guðlaugsson, flytjandi: Jónína Jörgensdóttir
  9. Segulstöðvarblús - Lag - texti: Sigurður Rúnar Jónsson, Þórarinn Eldjárn, flytjandi: Jóhanna Linnet
  10. Framtíð - Lag - texti: Ríkharður Örn Pálsson, Jóhannes úr Kötlum, flytjandi: Heimavarnarliðið