Huddersfield Town

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
John Smith's stadium (Kirklees stadium).

Huddersfield Town Association Football Club er enskt knattspyrnulið frá Huddersfield, Vestur-Jórvíkurskíri, stofnað árið 1910.

Árið 1926 varð liðið það fyrsta til að vinna englandsmeistaratitil þrjú ár í röð. Snemma á 8. áratugnum féll liðið úr efstu deild og var 45 ár í neðri deildum. Árið 2017 komst liðið hins vegar í ensku úrvalsdeildina.

Völlur liðsins er John Smith's Stadium (síðan 1994) sem tekur tæp 25.000 manns. Gælunafn liðsins er The Terriers.