Hringekjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hringekjan er lag eftir Gísla Þór Ólafsson við ljóð Geirlaugs Magnússonar. Lagið var spilað af Contalgen funeral vorið 2011 á lítlilli tónlistarhátíð í húsi við Aðalgötu á Sauðárkróki. Í sama húsi voru tvær fyrstu plötur Gísla Þórs (Gillon) teknar upp, sem og fyrsta plata Contalgen Funeral, Pretty Red Dress og önnur sólóplata Joe´s Dubius (Andri Már Sigurðsson), Rainy Day in the Park. Lagið Hringekjan var samið, ásamt nokkrum öðrum lögum á plötunni Bláar raddir, inn í kompu í Raftahlíð á Sauðárkróki í byrjun árs 1999, er Gísli fór þangað inn með ljóðabók Geirlaugs Magnússonar Þrítengt (1996), kveikti á kassettuupptökutæki og hóf að semja lög við ljóð úr bókinni. Lagið var frumflutt í útvarpi í júlí 2013 í þættinum "Hið opinbera" sem stýrt var af Ágústi Bogasyni. Lagið komst seinna á lagalista á Rás 2 og var þónokkuð spilað á þeirri stöð. Lagið má finna á annarri plötu Gísla, Bláar raddir sem kom út þann 23. júlí 2013. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar.

Í september 2019 varð lagið aðgengilegt á Spotify er diskurinn Bláar raddir var settur þar inn. Til er tveggja laga smáskífa með laginu, gefin út í örfáum eintökum árið 2020. Á b-hlið er lagið Blindaður af ást, en þegar Gillon spilar opinberlega skeytir hann oft þessum tveimur lögum saman, Hringekjunni og Blindaður af ást.

Hljóðfæraleikur[breyta | breyta frumkóða]

  • Gísli Þór Ólafsson: Söngur, kassagítar og bassi
  • Sigfús Arnar Benediktsson: Trommur, rafmagnsgítar, hljómborð og upptökustjórn
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir: Bakraddir

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Hér má heyra lagið á Youtube