Fara í innihald

Blindaður af ást

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blindaður af ást er lag eftir Gísla Þór Ólafsson, gefið út þann 7. júní árið 2011 sem fyrsta smáskífa Gillons disksins Næturgárun (2012). Lagið var frumflutt í Popplandi þann 22. júní og spilað annaðslagið það sumarið. Lag og texti voru samin þann 28. desember 1998. Lagið er mest spilaða Gillonlagið í útvarpi og hefur Gillon hvað oftast spilað það þegar hann spilar opinberlega og oft skeytt við lagið Hringekjan sem er lag við ljóð Geirlaugs Magnússonar og kom út á næstu plötu Gillons, Bláar raddir (2013). Lagið var tekið upp í Stúdíó Benmen og flutt af nokkrum meðlimum bandsins Contalgen funeral, en auk Gísla og Sigfúsar (upptökustjórn, trommur, hljómborð og rafmagnsgítar) eru þau Sigurlaug Vordís og Andri Már í bakröddum í laginu.

Í lok ágúst 2019 varð lagið aðgengilegt á Spotify, en þá var diskurinn Næturgárun settur á þá veitu. Í kjölfarið kom út 7" smáskífa með laginu ásamt laginu "Andrés Önd" á b-hliðinni. Áður hafði lagið komið út á heimagerðri smáskífu (geisladiski) og á Youtube og Soundcloud.

Hljóðfæraleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Andri Már Sigurðsson: Bakraddir
  • Gísli Þór Ólafsson: Kassagítar, bassi og söngur
  • Sigfús Arnar Benediktsson: Rafmagnsgítar, trommur, hljómborð og upptökustjórn
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir: Bakraddir

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Hér má heyra lagið á Youtube