Þrítengt
Útlit
Þrítengt er tólfta ljóðabók Geirlaugs Magnússonar. Bókin var gefin út af Máli og menningu árið 1996. Kápu gerði Katrín Sigurðardóttir. Aftast í bókinni eru þýðingar Geirlaugs á ljóðum eftir Pierre Reverdy. Árið 2013 kom út geisladiskurinn Bláar raddir, en hann inniheldur lög eftir Gísla Þór Ólafsson við 10 ljóð úr bókinni.