Fara í innihald

Jafnaskarðsskógur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greni við gil í Jafnaskarðsskógi.
Rauðgreni í Jafnaskarðsskógi.

Jafnaskarðsskógur er skógur á Vesturlandi, suðvestan við Hreðavatn, í landi Jafnaskarðs. Skógrækt ríkisins eignaðist Jafnaskarðsskóg árið 1939 og er hann um 150 hektarar að stærð. Upphaflega voru þar lágvaxnar kjarrleifar og var landið keypt til að friða þær. Þegar gróðursetning innfluttra trjátegunda hófst að ráði um 1950 var Jafnaskarðsskógur enn mjög gisinn og því var talsvert gróðursett þar. Mest var gróðursett af rauðgreni og skógarfuru og nokkuð af sitkagreni og stafafuru. Skógarfuran drapst að miklu leyti vegna furulúsar og er því lítið af henni eftir. Sitkagrenið hefur vaxið best. [1] Unnið hefur verið að því að gera skóginn að aðgengilegu útivistarsvæði fyrir fólk og hefur hann verið grisjaður og göngustígar lagðir. [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Vesturland Geymt 11 janúar 2016 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. Skoðað 27. janúar 2016.
  2. Skógardagur í Jafnaskarðsskógi Mbl.is. Skoðað 27. janúar, 2016.