Fara í innihald

Sérakrein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sérakrein eftir miðri götu í Taípei, Taívan.

Sérakrein, forgangsakrein eða strætórein er akrein sem er eingöngu ætluð strætisvögnum. Slíkar akreinar eru notaðar til að auka hraða og áreiðanleika almenningssamgangna með því að koma í veg fyrir að vagnarnir sitji fastir í umferðarteppum. Sérakreinar eru lykiatriði í hraðvagnakerfum. Sérakreinar geta verið ein af mörgum akreinum á vegi fyrir almenna umferð eða akrein sem er alveg aðskilin frá veginum, til dæmis með grindum eða köntum. Sérakreinar á vegum með blandaða umferð geta verið alveg fráteknar fyrir almenningsvagna eða opnar leigubílum, sjúkrabílum og áætlunarbifreiðum.

Fyrsta sérakreinin sem getið er um var sett upp í Chicago árið 1940. Í Evrópu voru sérakreinar teknar upp í Hamborg árið 1963 þegar sporvagnakerfið var lagt niður. Fyrsta aðskilda sérakreinin í Bandaríkjunum var El Monte-leiðin í Los Angeles sem var opnuð 1974.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.