Hnúðsvanur
Hnúðsvanur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hnúðsvanapar
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Cygnus olor (Gmelin, 1789) | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Hnúðsvanur (fræðiheiti Cygnus olor) er algengur fugl af andaætt.
Náttúruleg heimkynni hnúðsvana eru á tempruðum beltum í Evrópu og Vestur-Asíu allt austur til strandhéraða Rússlands. Hnúðsvanir eru farfuglar á norðlægum slóðum. Hnúðsvanir eru oft hafðir til skrauts á tjörnum og vötnum og hafa afkomendur þannig fugla breiðst út í umhverfi sem ekki er náttúruleg heimkynni. Borgaryfirvöld í Hamborg gáfu Reykjavíkurborg nokkra hnúðsvani til að hafa á Tjörninni. Þeir urpu þar en þeim lynti illa við álftirnar og fækkaði jafnt og þétt og hvarf síðasti hnúðsvanurinn um 1977. Hnúðsvanur er þjóðarfugl Danmerkur.
Fullorðnir fuglar eru frá 125-170 sm langir og vænghaf þeirra er 200-240 sm. Þeir geta orðið 1,2 m á hæð á landi. Karlfuglar eru stærri en kvenfuglar og goggur þeirra er stærri.
Hnúðsvanur er meðal þyngstu fugla sem fljúga, karlfuglar eru að meðaltali 12 kg þungir og kvenfuglar 9 kg. Ungir fuglar líta öðruvísi út en fullorðnir. Goggur þeirra er svartur en ekki appelsínugulur og dúnninn er gráleitur. Hnúðsvanir verða hvítir við kynþroskaaldur.
Hnúðsvanir verpa í stórum dyngjum sem þeir byggja í grunnu vatni við vatnsbakka. Þeir eru einkvænisfuglar og nota sama hreiður árum saman. Báðir foreldrar taka þátt í umönnun hreiðurs og unga. Hnúðsvanar halda sig í hópum og eru oft yfir 100 fuglar saman. Vanalega eru þessir hópar ungfuglar sem ekki hafa ennþá fundið maka.
Hnúðsvanir hafa stöku sinnum flækst til Íslands.
Myndasafn
[breyta | breyta frumkóða]-
Hnúðsvanur í náttúrulegu umhverfi
-
Höfuð hnúðsvans
-
Hnúðsvanapar með fimm unga
-
Ungar
-
Hnúðsvanur með unga
-
Hnúðsvanur breiðir út vængina
-
Tveir hnúðsvanir
-
Hnúðsvanur í árásarstellingu
-
Hnúðsvanur að lenda
-
Hnúðsvanur par í étinn af vatni plöntur.
-
Egg á safni í Danmörku.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Mute svan“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. október 2007. „Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?“. Vísindavefurinn.