Hnetusmjör
Útlit
Hnetusmjör er smurálegg sem gert er úr ristuðum jarðhnetum en við þær er bætt olíu, sykri og salti svo að blandan verði að mauki. Hnetusmjör er yfirleitt smurt á samlokur en stundum ásamt sultu. Helstu framleiðslulönd hnetusmjörs eru Bandaríkin og Kína en þess er neytt oftast í Norður-Ameríku, Bretlandi, Hollandi og sumsstaðar í Asíu, sérstaklega á Filippseyjum og í Indónesíu.
Hnetusmjör fæst í tveimur aðaltegundum: sléttu og grófu. Í tilbúnu hnetusmjöri er jurtaolía stundum notuð í stað fyrir jarðhnetuolíu vegna kostnaðar.
Hnetusmjör er notað í meðal annars vestur-afrískri matreiðslu út í pottrétti og súpur til að gefa þeim sérstakt bragð.