Fara í innihald

Nutella

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nutella

Nutella er smurálegg úr heslihnetum framleitt af ítalska matvörufyrirtækinu Ferrero. Nutella kom fyrst á markaðinn árið 1963 og var byggt á öðru súkkulaðiáleggi sem fyrirtækið setti á markað árið 1944. Nutella samanstendur af sykri, jurtaolíu, ristuðum heslihnetum, kakódufti, mjólkurdufti, bindiefni og vanillu. Nutella er mjög vinsælt í Evrópu en töluvert minna í Norður-Ameríka. Í dag fæst það í yfir 75 löndum.

Nutella er oft smurt á ristað brauð sem morgunverður eða borið fram með pönnukökum. Í sumum löndum eru skyndibitastaðir sem selja aðeins mat byggðan á Nutella, til dæmis ís og pítsu með Nutella.[1]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hvað er þetta Nutella eiginlega?“. Sótt 19. febrúar 2012.
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.