H. Harvard Arnason
Útlit
(Endurbeint frá Hjörvarður Árnason)
H. Harvard Arnason eða Hjörvarður Árnason (1909 – 1986) var vestur-íslenskur listfræðingur. Hann fæddist í Kanada af íslensku foreldri og gekk í Manitoba-háskóla en fluttist síðar til Bandaríkjanna og varð bandarískur ríkisborgari árið 1940. Hann var fulltrúi á Íslandi í Seinni heimsstyrjöldinni. 1951 til 1961 var hann forstöðumaður Walker Art Center, eins af þekktustu nútímalistasöfnum Bandaríkjanna. Hann samdi þekkt rit um samtímalist, A History of Modern Art sem kom út árið 1968.
Fantasíurithöfundurinn Eleanor Arnason er dóttir hans.