Hjördis Petterson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hjördis Olga Maria Pettersson (fædd 17. október 1908 í Visby á Gotlandi, látin 27. maí 1988 i Stokkhólmi) var sænsk leikkona sem lék í meira en 140 kvikmyndum.

Petterson lærði við Dramaten-leiklistarskólann frá 1927 til 1930. Hún kom fyrst fram opinberlega árið 1930 í Folkteatern í Gautaborg í farsanum Gröna Hissen. Hún lék einnig við Göteborgs Stadsteater en sneri svo aftur að Dramaten og vann þar í lotum fram til 1985. Hún lék stór hlutverk í Gösta Berlings saga (1936), Túskildingsóperunni (1969) og Spöksonaten (1973). Þá kenndi hún einnig við Dramaten.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi leikaragrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.