Wikipedia:Snið
Snið eru síður sem eru felldar inn í aðrar síður til að bjóða upp á endurtekningu upplýsinga.
- Hjálp:Snið, aðalsíðan með tæknilegri aðstoð um snið, segir manni hvernig á að nota snið
- Wikipedia:Snið nafnrýmið inniheldur viðmiðunarreglur og ráðleggingar um notkun á sniðum
- Wikipedia:Listi yfir snið er listi yfir snið sem eru greinamerkingar
- Flokkur:Snið yfirflokkur yfir öll flokkuð snið, skipt niður í undirflokka eftir efni
- Wikipedia:Stiklusnið, snið sem tengja saman margar greinar undir sama umræðuefni
- Wikipedia:Upplýsingasnið, listi af upplýsingasniðum, litlu spjöldin sem taka saman helstu upplýsingar um greinina
- Wikipedia:Flokkun er með snið fyrir flokka
- Wikipedia:Tilvísunarsnið eru snið notuð til að sníða heimildir og tilvísanir greina
Til að biðja um nýtt snið, LEIÐBEININGAR HINGAÐ.
- Special:ExpandTemplates, opnar öll snið endurkvæmt
Notaðu þetta form til að leita í Snið: nafnrýminu. Sjá Hjálp:Leit fyrir frekar upplýsingar.
Afrita snið frá ensku Wikipediu
[breyta frumkóða]Til að afrita snið frá ensku Wikipediu, breyttu erlenda sniðinu og afritaðu allan textann. Í vefslóðinni, skiptu út "en" fyrir "is", á undan ".wikipedia.org", ýttu á enter til að fara á nýja titilinn og límdu sniðið þangað. Hugbúnaðurinn finnur rétt nafnarými fyrir þig. Tilgreindu í breytingarágripi hvaðan sniðið kemur og vistaðu breytinguna.
Nú er að athuga hvort sniðið notar önnur snið sem vantar. Breyttu síðunni aftur og smelltu á tússpennann í ritlinum (merkt 'málskipunarljómun'). Það merkir öll snið sem eru notuð í sniðinu með fjólubláum lit. Nánar tiltekið er snið með tvo slaufusviga utan um sig, en gildi með þrjá - Dæmi: {{x|t}} og {{x}} er sniðið x, en {{{x|t}}} og {{{x}}} er gildið x. Nafn sniðana er alltaf strax á eftir opnun slaufusvigans. Athugaðu hvort þau séu til á íslensku wikipediu og ef ekki, afritaðu þau líka á sama hátt. Þetta mun laga margar villur sem sniðið gaf frá sér.
Afrita module frá ensku Wikipediu
[breyta frumkóða]Til að afrita module frá ensku Wikipediu, breyttu erlenda sniðinu og afritaðu allan textann. Í vefslóðinni, skiptu út "en" fyrir "is", á undan ".wikipedia.org", ýttu á enter til að fara á nýja titilinn og límdu sniðið þangað. Hugbúnaðurinn finnur rétt nafnarými fyrir þig. Tilgreindu í breytingarágripi hvaðan sniðið kemur og vistaðu breytinguna.
Opnaðu leitarboxið í vafranum með Ctrl+F og leitaðu að þessum 'require', 'mw.loadData', 'frame:expandTemplate' og 'frame:preprocess'. Eins og með sniðin erum við að athuga hvort module sé að nota önnur snið eða module. Require og mw.loadData eru með sviga á eftir á og nafn module þar á eftir. frame:expandTemplate og frame:preproccess geta verið vísanir í snið, það fyrra er það alltaf, en frame:preprocess er það bara ef það eru tveir slaufusvigar utan um fyrsta gildið. Athugaðu hvort þessi snið og module séu til og búðu þau til ef þau eru það ekki.