Hittítar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hittitískur hrýton í Metropolitan Museum of Art.

Hittítar voru fornþjóð sem bjó í Anatólíu og talaði hittitísku, anatólískt mál sem þeir rituðu með fleygrúnum. Þeir stofnuðu konungsríki í kringum borgina Hattúsa í miðri Litlu-Asíu á 18. öld f.Kr. Veldi Hittíta náði hátindi sínum á 14. öld f.Kr. þegar það náði yfir nær alla Anatólíu og norðurhluta Sýrlands og austur til Mesópótamíu. 1274 f.Kr. háðu Hittítar orrustuna við Kadesh við Egypta. Árásir sæþjóðanna í Miðjarðarhafi veiktu veldi Hittíta svo að það klofnaði í mörg minni borgríki á 12. öld f.Kr. Sum þessara ríkja héldu velli fram á 8. öld f.Kr.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.