Hinn guðdómlegi gleðileikur
Hinn guðdómlegi gleðileikur eða Gleðileikurinn guðdómlegi (ítalska: la Divina Commedia) er ítalskt söguljóð sem Dante Alighieri skrifaði á árunum frá 1308 og lauk við rétt fyrir dauða sinn árið 1321. Dante segir í kvæðinu frá ímynduðu ferðalagi sínu um Víti, Hreinsunareldinn og Paradís, en um hina fyrstu tvo staði fer hann í fylgd rómverska skáldsins Virgils og um Paradís í fylgd sinnar ástkæru Beatrísar. Gleðileikurinn guðdómlegi telst til leiðslukvæða. Það er talið vera ein helsta perla ítalskra bókmennta.
Íslenskar þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]Hinn guðdómlegi gleðileikur er að hluta til í þýðingu Guðmundar Böðvarssonar (Tólf kviður úr Gleðileiknum guðdómlega), sem kom út árið 1968, og í lausamálsþýðingu Erlings E. Halldórssonar (Gleðileikurinn guðdómlegi) sem kom út árið 2010. Málfríður Einarsdóttir reyndi einnig til við að þýða Gleðileikinn, en sú þýðing kom aldrei út.
Dante - Víti úr Gleðileiknum guðdómlega í þýðingu Einars Thoroddsen kom út árið 2018. Þýðing Einars "leyfir sér nýstárlegt orðfæri og jafnvel kíminn undirtón til að skila ferskleika verksins og láta ekki hátíðleikann trufla lestrarnautnina. Þó einkennist þýðingin af kliðsterkri hrynjandi og tryggð við brag og frumtexta."[1]