Hilary Duff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hilary Duff
Hilary Duff árið 2009
Fædd
Hilary Erhard Duff

28. september 1987 (1987-09-28) (36 ára)
StörfLeikkona, Söngkona, Lagasmiður, Tískuhönnuður, Kvikmyndaframleiðandi o.fl.
MakiMike Comrie (2010-)
Börn1


Hilary Erhard Duff (fædd 28. september 1987) er bandarísk leik- og söngkona en hún er einnig þekkt sem höfundur og lagasmiður. Hún er fædd og uppalin í Houston, Texas og lék hún í bæjarleikhúsi og sjónvarpsauglýsingum áður en hún fór með titilhutverk í þáttum Disney-stöðvarinnar um Lizzie McGuire og í þættinum Gossip Girl sem kvikmyndastjarnan Olivia. Hilary varð þekkt fyrirmynd unglinga og hélt hún því við með þáttunum Lizzie McGuire og kvikmyndaleik, en hún lék í kvikmyndum á borð við Agent Cody Banks, Cheaper by the Dozen og A Cinderella Story. Nýlega hefur hún leikið ýmsum sjónvarpsþáttum og óháðum kvikmyndum.

Hilary hefur markað innkomu sína í popptónlist, með þremur RIAA platínu-plötum; Metamorphosis (2002), sem er fyrsta sólóplatan hennar og fór í platínumsölu; Hilary Duff (2004); og Most Wanted (2005), en báðar plöturnar fór í platínumsölu. Nýjasta plata Hilary, Dignity (2007) fór í gullsölu og náði lagið "With Love" hátt á bandaríska listanum. Næsta plata, Best of Hilary Duff (2008), safnplata sem innihélt öll bestu lög Duff, hefur Duff alls selt 13 milljónir platna um allan heim.

Duffhefur einnig komið sér inn í tískuiðnaðinn og hefur hún sent frá sér sína eigin fatalínu, Stuff by Hilary Duff og Femme fyrir DKNY Jeans til viðbótar við að vera á samningi hjá IMG Models og hafa sent frá sér tvö ilmvötn í samstarfi við Elizabeth Arden. Hún hefur einnig skrifað bækur fyrir ungt fólk, þ.á m. Elixir (2010) og Devoted (2011), en hún var líka aðalframleiðandi myndarinnar According to Greta og framleiðandi myndanna Material Girls og Beauty and the Briefcase.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Hilary Duff á MuchMusic verðlaununum árið 2007

Hilary Erhard Duff 28. september 1987 í Houston,Texas. Foreldrar hennar eru Susan Colleen (áður Cobb), húsmóðir, og Robert Erhard Duff, verslunareigandi. Duff á eldri systur, Haylie, sem er einnig leik- og söngkona. Móðir hennar hvatti hana til þess að skrá sig í leiklistartíma ásamt Haylie. Báðar stelpurnar fengu hlutverk í hinum ýmsu leikritum á svæðinu. Þegar systurnar voru sex og átta ára tóku þær þátt í uppfærslu BalletMet Columbus af Hnetubrjótnum í San Antonio. Systurnar urðu áhugasamari um að reyna fyrir sér í leiklistinni og að lokum flutti móðir þeirra með þeim til Kaliforníu en faðir þeirra varð eftir í Houston til þess að sjá um fyrirtækið. Eftir nokkur ár af áheyrnaprufum og fundum með umboðsmönnum fengu Duff systurnar hlutverk í nokkrum sjónvarpsauglýsingum. Vegna leiklistarferilsins var Duff kennt heima.

Leiklistarferill[breyta | breyta frumkóða]

1997-2002: Upphaf ferils og Lizzie McGuire[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu árin ferilsins lék Duff aðallega lítil hlutverk. Árið 1997 lék hún lítil hlutverk í Hallmark-þáttaröðinni True Women. Árið eftir lék hún mjög lítil hlutverk í Playing by Heart. Fyrsta stóra hlutverkið hennar var unga nornin, Wendy, í Casper Meets Wendy. Kvikmyndin fékk hins vegar mjög slaka dóma. Árið 1999 lék hún aukahlutverk í sjónvarpsmyndinni The Soul Collector sem var byggð á skáldsögu eftir Kathleen Keen. Frammistaða hennar færði henni Young Artist-verðlaun fyrir bestu frammistöðu í sjónvarpsmynd/fyrsta sjónvarpsþætti (ung leikkona í aukahlutverki).

Duff varð fyrst fræg árið 2000 þegar hún var ráðin sem ein af krökkunum í gamanþættinum Daddio. Meðleikari hennar, Michael Chiklis, sagði: „Eftir að hafa unnið með henni fyrsta daginn, man ég eftir því að hafa sagt við konuna mína: „Þessi unga stelpa á eftir að verða stjarna“. Hún var fullkomlega róleg og ánægð með sjálfa sig.“ En áður en þættirnir voru sýndir var ákveðið að Duff yrði ekki með í leikaraliðinu og varð Duff efins um hvort hún vildi halda leiklistarferlinum áfram. Umboðsmanninum hennar og móður hennar tókst þó að sannfæra hana um að halda áfram og viku seinna fór hún fékk hún hlutverk í nýjum þáttum á Disney-stöðinni, Lizzie McGuire. Þátturinn fylgdist með aðalpersónunni, "Lizzie McGuire", þegar hún var að þroskast í ungling. Lizzie McGuire var fyrst sýndur á Disney-stöðinni þann 12. janúar 2001 og fékk mikið áhorf, en um 2,3 milljónir Bandríkjamanna horfðu á hvern þátt. Þáttaka hennar í þáttunum gerðu hana fræga á meðal barna á aldrinum 7-14 ára. Þetta sama ár byrjaði hún með söngvaranum Aaron Carter. Eftir að Duff hafði uppfyllt 65 þátta skuldbindingu sína við Lizzie McGuire, íhugaði Disney að gera þættina að kvikmynd eða stærri sjónvarpsþáttaröð. Þessar áætlanir gengur hins vegar ekki eftir og sögðu Dalsmenn Duff að hún hefði ekki fengið nægilega mikið borgað fyrir þessar áætlanir.

Fyrsta hlutverk Duff í kvikmynd sem sýnd var í bíóhúsum var í Human Nature árið 2002. Kvikmyndin var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðunum í Cannes og Sundance. Í myndinni lék Duff yngri útgáfu af kvenkyns náttúrufræðingi sem leikin var af Patriciu Arquette. Duff lék einnig í Disney-stöðvar myndinni Cadet Kelly (2002) og fékk hún mesta áhorf sem stöðin hafði fengið í 19 ára sögu sinni. Í kvikmyndinni lék hún frjálslega stelpu sem á erfitt með að aðlagast ströngum aga í herskóla.

2003-06: Stærri hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2003 fékk Hilary fyrsta stóra hlutverkið sitt í kvikmynd þegar hún var ráðin ásamt Frankie Muniz í kvikmyndina Agent Cody Banks. Myndin fékk jákvæða dóma gagnrýnenda og gekk nógu vel til þess að gefa af sér aðra mynd sem Hilary lék þó ekki í. Þetta sama ár endurtók Duff hlutverk sitt sem Lizzie McGuire í samnefndri kvikmynd og fékk myndin blendna dóma. Seinna um árið lék Hilary eitt af 12 börnum Steve Martin og Bonnie Hunt í fjölskyldumyndinni Cheaper by the Dozen sem er tekjuhæsta mynd hennar til þessa. Hún endurtók þetta hlutverk í seinni myndinni, Cheaper by the Dozen 2 sem náði litlum vinsældum.

Snemma árs 2002 lenti hún í stóru rifrildi við Lindsay Lohan þar sem hún var einnig í sambandi með Aaron Carter eins og hún, en hann hætti með Lohan til að geta byrjað aftur með Duff. Seinna sama ár enduðu þau samband sitt eftir að hann hélt ítrekað framhjá henni.

Hún endurtók hlutverk sitt í framhaldsmyndinni Cheaper by the Dozen 2 (2005) sem naut mun minni velgengni en fyrri myndin.

Duff hefur einnig leikið gestahlutverk í sjónvarpsþáttum, það fyrsta var veikt barn í læknadramanu Chicago Hope í mars árið 2000. Árið 2003 lék hún í þætti af George Lopez sem farðasölukona; hún lék aftur í þættinum árið 2005 sem Kenzie, femínista-skáld sem var vinkona Carmen (Masiela Lusha). Sama ár lék hún á móti systur sinni, Haylie, í Americna Dreams og árið 2005 lék hún bekkjarfélaga titilpersónu þáttanna Joan of Arcadia''.

Árið 2004 lék Duff í rómantísku gamanmyndinni A Cinderella Story ásamt Chad Michael Murray. Þrátt fyrir að myndin fengi slæma dóma varð hún mjög vinsæl og voru sumir gagnrýnendur ánægðir með frammistöðu Duff. Seinna sama ár lék Hilary í kvikmyndinni Raise Your Voice, en þetta var fyrsta hlutverk hennar í dramatískri kvikmynd. Á meðan sumir gagnrýnendur lofuðu Duff fyrir að leika alvarlegri og fullorðinslegri hlutverk en í fyrri myndum sínum, fékk myndin ekki góða dóma og gekk ekki vel í miðasölu. Nokkrir gagnrýnendur voru óánægðir með leik Duff og rödd hennar og sögðu að hún væri löguð til í tölvu. Sama ár fékk Duff fyrstu Razzie-tilnefninguna sína sem versta leikkona fyrir hlutverk sín í Raise Your Voice og A Cinderella Story. Árið 2005 lék Duff í The Perfect Man þar sem hún lék elstu dóttur fráskildrar konu (Heather Locklear). Sama ár var Duff aftur tilnefnd til Razzie-verðlauna, fyrir The Perfect Man og Cheaper By the Dozen 2. Seinna sama ár töluðu Duff systurnar inn á teiknimyndina Foodfight! en myndin kom aldrei út. Duff lék í gamanmyndinni Material Girls árið 2006 ásamt systur sinni Haylie Duff. Systurnar fengu tvær tilnefningar til Razzie-verðlaunanna fyrir hlutverk sín í myndinni.

2007 - : Óháðar myndir og sjónvarpsþættir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildarmynd í tveimur hlutum um Duff, Hilary Duff: This Is Now var framleidd í tilefni af endurkomu Duff inn í tónlistarheiminn. Myndin var tekin upp á tveimur vikum í Los Angeles, Evrópu og á Spáni. Myndin var sýnd á MTV 3. og 9. apríl 2007.

Þann 7. september 2007 staðfesti Duff að hún myndi taka upp tvær óháðar kvikmyndir, According to Greta og What Goes Up. Duff lék á móti John Cusack í War, Inc. sem kom í kvikmyndahús í Los Angeles og á Manhattan, New York þann 23. maí 2008. Í júní 2008 gekk Duff til liðs við leikaralið gamanmyndarinnar Stay Cool. Hún lék þar á móti Winonu Ryder, Mark Polish, Sean Astin, Chevy Chase og John Cryer. Í kvikmyndinni lék hún persónuna Shasta O'Neil og var lýst sem kynþokkafullum menntaskólanema. Myndin kom út árið 2010.

Snemma árið 2008 var Duff boðið aðalhlutverk Anni Mills í endurgerð þáttanna Beverly Hills, 90210, en hún hafnaði tilboðinu þar sem hún var að leita að verkefnum utan unglingamyndageirans. Í júlí 2009 fékk hún gestahlutverk í Gossip Girl. Hún lék persónuna Oliviu Burke, kvikmyndastjörnu sem skráir sig í NYU-háskólann í leit að hefðbundinni háskólareynslu. Árið eftir vann hún áhorfendaverðlaun unglinga fyrir "Besta leikkonan sem stal senunni" fyrir hlutverk sitt sem Olivia Burke. Duff lék í Beatuy and the Briefcase, rómantískri gamanmynd sem byggð var á bókinni Diary of a Working Girl eftir Daniellu Brodsky og var myndinni leikstýrt af Gil Junger. Myndin var frumsýnd á ABC Family stöðinni þann 18. apríl 2010. Í myndinni leikur Duff blaðamann á tískutímariti sem skrifar um stefnumótavandamál sín í borginni.

Í maí 2011 lék Duff í Bloodworth, kvikmynd sem byggð er á skáldsögunni Provinces of Night eftir William Gay, þar sem Duff leikur Raven Halfacre, unglingsdóttur lauslátrar, drykkjufelldrar móður. Í ágúst 2011 var tilkynnt um að Duff myndi leika í óháðu myndinni She Wants Me sem leikstýrt er af Rob Margolies þar sem hún leikur unga Hollywood-leikkonu að nafnið Kim Powers.

Tónlistarferill[breyta | breyta frumkóða]

2002-03: Santa Claus Lane og Metamorphosis[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2002 tók Duff upp lag Brooke McClymont, "I Can't Wait", fyrir Lizzie McGuire og lagið "The Tiki Tiki Tiki Room" fyrir fyrstu DisneyMania plötuna. Hún gaf einnig frá sér sína fyrstu plötu, Santa Claus Lane, sem var samansafn jólalaga sem innihélt nokkra dúetta með systur hennar, Haylie, Lil' Romeo, og Christinu Milian. Á eftir fylgdi Disney-stöðvar smáskífan "Tell Me a Story (About the Night Before)". Platan náði 154. sæti á bandaríska listanum og fór í gullsölu.

Fyrsta sólóplata Duff, Metamorphosis (2003) náði fyrsta sæti á bandaríska og kanadíska listanum og seldi yfir 3,9 milljónir platna í Bandaríkjunum fyrir janúar 2007. Aðal smáskífan "So Yesterday" náði inn á topp 10 lista í nokkrum löndum; önnur smáskífan var þemalag þátanna Laguna Beach, "Come Clean". Þriðja smáskífan, "Little Voice", kom ekki út í Bandaríkjunum en náði nokkrum vinsældum í Ástralíu. Seinni hluta árs 2003 fór Duff í fyrsta tónleikaferðalagið og fljótlega fylgdi annað tónleikaferðalagið í kjölfarið. Uppselt var á flesta tónleikana.

2004-08: Hilary Duff og Dignity[breyta | breyta frumkóða]

Önnur sólóplata Duff var platan Hilary Duff og samdi hún nokkur af lögunum. Platan kom út á sautján ára afmælisdag hennar (í september 2004) og náði 2. sæti á bandaríska listanum og efsta sæti á þeim kanadíska. Platan seldist í 1,8 milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Most Wanted, fyrsta safnplata hennar, kom út í ágúst 2005. Most Wanted innihélt lög af fyrstu tveimur plötum hennar, endurblandanir á lögum og þrjú ný lög, þ.á m. "Wake Up" sem samið var af Joel Madden og bróur hans, Benji sem báðir eru meðlimir hljómsveitarinnar Good Charlotte. Platan náði eftsta sæti á bandaríska listanum og því þriðja á kanadíska listanum. Hún seldist í yfir 200.000 eintökum fyrstu vikuna og fór í platínumsölu mánuði eftir að hún kom út. Duff tók upp lag Madonnu, "Material Girl", með eldri systur sinni fyrir kvikmynd þeirra, Material Girls.

Duff samdi eitthvað af efninu fyrir þriðju plötuna, Dignity, ásamt Köru DioGuardi sem var einnig meðframleiðandi plötunnar. Hún sagði að samanborið við fyrri tónlist hennar, væri platan mun "dansvænni" og notaði alvöru hljóðfæri meira. Hún sagði: „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra það sem við erum að gera, en það er skemmtilegt, „funky“ og öðruvísi, eitthvað sem er nýtt fyrir mér. Það er mjög flott“. Í nóvember 2008 kom út fyrsta safnplatan með bestu lögum Hilary, Best of Hilary Duff og fyrsta smáskífa plötunnar, "Reach Out" kom út mánuði áður.

2012 - : Fimmta platan[breyta | breyta frumkóða]

Duff sagði skilið við Hollywood Records plötufyrirtækið eftir sex ára samvinnu og tilkynnti á MTV að hún myndi byrjaði að vinna að nýrri plötu í desember 2008. Í október 2011 nefndi Duff áætlanir um mögulega nýja plötu við E! Online. Í janúar 2012 staðfesti hún að hún hefði byrjað að taka upp plötu, í gegnum opinbera heimasíðu sína og á twitter.

Einkalíf og ímynd[breyta | breyta frumkóða]

Duff átti í ástarsambandi við Aron Carter með hléum á árunum 2001-2003. Í júlí 2004 byrjaði hin 16 ára Duff með söngvara Good Charlotte, Joel Madden. Eftir miklar getgátur slúðurblaðanna, staðfesti móðir Duff, Susan, að þau ættu í ástarsambandi í viðtali við tímaritið Seventeen í júlí 2005. Í nóvember 2006 slitu Duff og Madden sambandinu. Sama ár skildu foreldrar Duff eftir 22 ára hjónaband. Hún skrifaði um sársaukann vegna skilnaðarins í lögunum "Stranger" og "Gypsy Woman". Í júní 2006 í viðtali við tímaritið Elle sagði Duff: „... (meydómur) er í rauninni eitthvað sem mér líkar við sjálfa mig, Það þýðir ekki að ég hafi ekki hugsað um kynlíf, því allir sem ég þekki hafa stundað það og maður vill passa inn í“. Duff sagði seinna við MuchMusic að hún hafi ekki sagt þessi orð sem voru eignuð henni í greininni og að efnið væri „klárlega ekki eitthvað sem ég myndi vilja tala um...“. Hún neitaði tilvitnuninni aftur árið 2008 í viðtali við tímaritið Maxim.

Árið 2007 byrjaði Duff með NHL-leikmanninum Mike Comrie. 19. febrúar 2010 tilkynntu Duff og Comrie um trúlofun sína. Parið gekk í hjónaband þann 14. ágúst 2010 á Santa Barbara í Kaliforníu. Duff fæddi fyrsta barn þeirra, son að nafni Luca Cruz Comrie, þann 20. mars 2012.

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1998 Casper Meets Wendy Wendy Beint á VHS
Playing By Heart Aukahlutverk
1999 The Soul Collector Ellie Sjónvarpskvikmynd
2002 Cadet Kelly Kelly
Human Nature Ung Lila Jute
2003 Agent Cody Banks Natalie Connors
The Lizze McGuire Movie Lizzie McGuire/Isabella Parigi
Cheaper by the Dozen Lorraine Baker
2004 A Cinderella Story Samantha "Sam" Montgomery
Raise Your Voice Teresa "Terri" Fletcher
In Search of Santa Crystal (rödd) Beint á DVD
2005 The Perfect Man Holly Hamilton
Cheaper by the Dozen 2 Lorraine Baker
2006 Material Girls Tanzania "Tanzie" Marchetta
2008 War, Inc. Ung Babyyeah
2009 What Goes Up Lucy Diamond
According to Greta Greta
2010 Beauty and the Briefcase Lane Daniels Sjónvarpsmynd
2011 Bloodworth Raven Halfacre
Stay Cool Shasta O'Neil
2012 She Wants Me Kim Powers

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997 True Women Aukahlutverk Lítil þáttaröð
Kom ekki fram í kreditlista
2000 Chicago Hope Jessie Seldon 1 þáttur
2001-2004 Lizzie McGuire Elizabeth Brooke "Lizzie" McGuire Aðalhlutverk
2003 George Lopez Stephanie 1 þáttur
2003 American Dreams The Shangri Las (ásamt Haylie Duff) 1 þáttur
2004 Fraiser Britney 1 þáttur
2005 George Lopez Kenzie 1 þáttur
Dear Santa Hún sjálf Sérstakur þáttur
The Andy Milonkais Show Hún sjálf 1 þáttur
2007 Hilary Duff: This is Now Hún sjálf Hemildarmynd frá MTV
2009 Ghost Whisperer Morgan Jeffries 1 þáttur
Law and Order: SVU Ashlee Walker 1 þáttur
Gossip Girl Olivia Burke Aukapersóna í 3. þáttaröð
6 þættir
2010 Community Meghan 1 þáttur

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]