Recording Industry Association of America
Útlit
(Endurbeint frá RIAA)
Skammstöfun | RIAA |
---|---|
Einkennisorð | „For The Music“ |
Stofnað | 1952 |
Gerð | Leyfisveiting og höfundarlaun, tæknistaðlar |
Höfuðstöðvar | Washington, D.C., BNA |
Staðsetning | |
Forstjóri | Mitch Glazier |
Vefsíða | riaa |
The Recording Industry Association of America (eða RIAA) eru atvinnugreinasamtök sem ná um flest stóru hljómplötufélögin og dreifiaðila í Bandaríkjunum. RIAA var stofnað árið 1952, aðallega til að sjá um tæknistaðla fyrir vínylplötur. Síðan þá hefur RIAA verið að þróa nýa tæknistaðla og sér um leyfisveitingu og höfundarlaun. Einnig er það RIAA sem gefur út söluviðurkenningu í Bandaríkjunum fyrir gull og platínuplötur. Að lokum vinna samtökin að því að vernda hugverk listamanna.
Söluviðurkenning
[breyta | breyta frumkóða]Fyrir hljómplötur er vottun gefin fyrir sölu á:
- 500.000 eintök: gullplata
- 1.000.000 eintök: platínuplata
- 2.000.000 eintök: fjölplatínuplata
- 10.000.000 eintök: demantsplata