Fara í innihald

A Cinderella Story

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
A Cinderella Story
LeikstjóriMark Rosman
HandritshöfundurLeigh Dunlap
FramleiðandiClifford Werber
Dylan Sellers
LeikararHilary Duff
Chad Michael Murray
Jennifer Coolidge
Regina King
Dan Byrd
KvikmyndagerðAnthony B. Richmond
KlippingCara Silverman
TónlistChristophe Beck
DreifiaðiliWarner Bros.
FrumsýningFáni Bandaríkjana 16. júlí 2004
Lengd95 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð öllum
Ráðstöfunarfé$20.000.000
FramhaldAnother Cinderella Story

A Cinderella Story er rómantísk unglinga-gamanmynd með Hilary Duff og Chad Michael Murray í aðalhlutverkum og skrifuð af Leigh Dunlap. Kvikmynin er nútímaútgáfa af klassíska ævintýrinu um Öskubusku og inniheldur söguþráðurinn týndan farsíma en ekki glerskó. Myndinni var leikstýrt af Mark Rosman og fóru Jennifer Coolidge, Dan Byrd, Regina King, Julie Gonzalo og Lin Shaye með önnur hlutverk. Myndin fékk að mestu leyti neikvæða dóma gagnrýnenda en hún varð samt vinsæl og halaði inn rúmum 70 milljónum dollara.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Sam Montgomery (Hilary Duff) lifði ævintýralegu lífi með föður sínum, ekklinum Hal (Whip Hubley) þegar hún var 8 ára í úthverfi í Kaliforníu. Seinna opnar faðir hennar matsölustað sem hann nefnir eftir sér og verður ástfanginn af konu að nafni Fiona (Jennifer Coolidge), sem hann seinna giftist. Einn góðan veðurdag kemur jarðskjálfti og deyr faðir hennar í „Northridge-jarðskjálftanum árið 1994“ og skilur hana eftir hjá lýtaaðgerðasjúku-/laxaóðustjúpmömmunni og tveimur dætrum hennar, Briönnu (Madeline Zima) og Gabriellu (Andrea Avery). Átta árum seinna er Sam fyrirmyndarnemandi og hlýðir öllum fyrirmælum vondu stjúpmóður sinnar sem hefur breytt matsölustað föður hennar í bleikan stað og neyðir Sam til þess að vinna sem þjónustustúlka á staðnum. Til viðbótar við fjölskylduvandamálin verður Sam að takast á við vinsælu krakkana í skólanum, sérstaklega aðal-klappstýruna, Shelby Cummings (Julie Gonzalo). Sam treystir á besta vin sinn, Carter (Dan Byrd), og leynilegan skilaboðavin sinn, sem vill fara með henni í Princeton-háskóla. Hún veit ekki að skilaboðavinur hennar er Austin Ames (Chad Michael Murray), leikstjórnandi fótboltaliðsins, vinsælasti strákurinn í skólanum og kærasti Shelby, sem er með það á heilanum að vera vinsæl.

Austin býður Sam á Halloween dansleikinn svo að þau geti hist í persónu. Austin hættir með Shelby nokkrum tímum fyrir ballið og segist vera ástfanginn af annarri stelpu. Á sama tíma neyðir Fiona Sam til þess að vinna á matsölustaðnum um kvöldið, fram að miðnætti. Rhonda (Regina King), lærimeistari og vinkona Sam á matsölustaðnum og Carter hjálpa Sam að fara á dansleikinn og fer hún sem Öskubuska, með grímu og í brúðarkjólnum hennar Rhondu. Hún hittir Austin á miðju dansgólfinu og trúir því ekki að hann sé leynilegi vinur hennar. Hann vinnur hana fljótt á sitt band og fara þau út saman. Þau dansa í garðskálanum og leika Tíu spurningar og kemur Sam ekki upp um það hver hún er. Á meðan er Carter í búning Zorro bjargar hann Shelby frá David, einum af vinum Austin sem er að reyna við hana.

Rétt áður en Austin tekur grímuna af Sam, hringir síminn hennar og minnir hana á að klukkan er 15 mínútur í miðnætti og að hún þurfi að vera komin á matsölustaðinn fyrir tólf. Hún fer frá Austin áður en hann kemst að því hver hún er. Austin og Sam eru konungur og drottning ballsins en Öskubuska lætur ganga á eftir sér. Sam tekst að finna Carter og þau flýja ballið. Á leiðinni út missir Sam símann sinn í stiganum (sem kemur í staðinn fyrir glerskóinn). Austin, sem eltir hana, finnur símann og tekur hann, staðráðinn í því að komast að því hver Öskubuskan hans er.

Sam kemur í skólann daginn eftir og sér að Austin hefur hafið allsherjar leit að Öskubuskunni sinni. Sam er ekki ennþá tilbúin til að afhjúpa sig fyrir Austin, sem heldur leitinni áfram. Sam segir Carter að ef hann segir Shelby að hann sé Zorro, þá muni hún segja Austin hver hún er. Eftir að Carter segir Shelby sannleikann þá hafnar hún honum. Eitt síðdegi finna vondu stjúpsysturnar leynilegu tölvupóstana hennar Sam. Eftir að hafa báðar reynt að segja Austin að þær séu Öskubuskan hans, enda þær á því að sýna Shelby og vinkonum hennar tölvupóstana. Systurnar telja Shelby trú um að Sam hafi stolið Austin viljandi, svo að þær setja saman leiksýningu úr tölvupóstunum fyrir hvatningarfund fótboltaliðsins til þess að niðurlægja Sam. Sýningin á sér stað fyrir framan allan skólann, einnig föður Austin, sem ætlar að vera viðstaddur til þess að hvetja Austin til þess að fara í USC að spila fótbolta. Austin hefur aldrei sagt föður sínum að hann langar í Princeton.

Sár og niðurlægð fer Sam aftur heim og færir Fiona henni bréf frá Princeton sem segir að henni hafi verið hafnað um skólavist. Það er ekki satt, því Sam komst inn í Princeton en Fiona vildi ekki að Sam myndi yfirgefa matsölustaðinn og hendir hún rétta bréfinu. Daginn eftir á matsölustaðnum skella Brianna og Gabriella hurðinni svo að gítar með mynd af Elvis Presley á dettur af veggnum (sem þær kenna Sam síðan um) og rífur veggfóðrið og kemur gamla veggfóðrið í ljós með setningunni „Aldrei láta óttann við það að mistakast aftra þér í því að spila leikinn“. Sam les þetta upphátt og ákveður að hún hefur fengið nóg af stjúpfjölskyldunni og meðferðinni á sér. Hún hættir í vinnunni á veitingastaðnum, segir Fionu að hætta að ráðskast með sig og flytur inn til Rhondu, sem eins og hinir starfsmennirnir, segir upp. Vegna alls þessa fara allir kúnnarnir snemma. Sama kvöld og fótboltaleikurinn er stormar Sam inn í búningsklefa strákanna og talar við Austin og segir að hún hafi fengið nóg af því að vera tvær mismunandi manneskjur og segir að það að bíða eftir honum sé eins og að bíða eftir rigningu í þurrki, það sé tilgangslaust og valdi manni vonbrigðum. Carter hittir hana í skólanum og býður Sam á fótboltaleikinn með sér. Í hálfleik segir Shelby vinkonum sínum að hún og Austin verði byrjuð aftur saman innan tíðar. Í síðustu andartökum leiksins, á meðan liðið er allt saman fyrir næsta leik, sér Austin Sam yfirgefa leikvanginn. Þegar hann hleypur af vellinum grípur faðir hans í hann og spyr hann hvað hann sé eiginlega að gera, að henda draumnum sínum svona frá sér, segir Austin að hann sé í rauninn að henda frá sér draumi föður síns. Hann sættist við Sam og kyssir hana fyrir framan alla og það byrja allir að klappa fyrir þeim, allir nema Shelby og stjúpsysturnar. Á þessu sama augnabliki fer að rigna. Liðið vinnur leikinn þrátt fyrir að Austin hafi ekki spilað með.

Í síðustu atriðum myndarinnar finnur Sam týnda erfðarskrá föður síns sem var falin af Fionu. Erfðarskráin segir að allar eigur hans fari til Sam. Hún notar þetta til þess að selja bíla Fionu, til þess að borga skólagjöldin og neyðir hana og stjúpsysturnar til þess að vinna á matsölustaðnum undir stjórn nýja meðeigandans, Rhondu. Carter leikur aðalhlutverkið í auglýsingu og nær loksins í stelpu, þrátt fyrir að sú stelpa sé ekki Shelby, heldur stelpan sem sér um tilkynningarnar í skólanum. Sam og Austin eru áfram saman og fara í Princeton.

Persónur & leikendur[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.