Hibatullah Akhundzada
Hibatullah Akhundzada ھیبت الله اخوندزاده | |
---|---|
Æðsti leiðtogi Afganistans (umdeilt) | |
Núverandi | |
Tók við embætti 7. september 2021 | |
Forsætisráðherra | Hasan Akhund (starfandi) |
Forveri | Ashraf Ghani (sem forseti) |
Leiðtogi Talíbana | |
Núverandi | |
Tók við embætti 25. maí 2016 | |
Forveri | Akhtar Mansúr |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1961 Panjwayi, Afganistan |
Þjóðerni | Afganskur |
Stjórnmálaflokkur | Talíbanar |
Trúarbrögð | Súnní |
Hibatullah Akhundzada (pastú: ھیبت الله اخوندزاده; f. 1961) er afganskur múslimaklerkur sem er þriðji og núverandi leiðtogi Talíbanahreyfingarinnar. Sem leiðtogi Talíbana hefur Akhundzada í reynd verið þjóðhöfðingi Afganistans frá því að Talíbanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl í ágúst 2021.
Akhundzada tók við sem leiðtogi Talíbana eftir að forveri hans, Akhtar Mansúr, var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2016.[1] Hann hafði áður verið yfirmaður dómstóla Talíbana og hægri hönd Mansúrs. Hann hefur fremur verið talinn trúarlegur leiðtogi en herforingi.[2]
Eftir að Talíbanar tóku yfir Kabúl og endurheimtu stjórn á Afganistan í ágúst 2021 tilkynnti hreyfingin að Akhundzada væri staddur í Kandahar og myndi brátt koma opinberlega fram.[3] Hann ávarpaði stuðningsmenn sína opinberlega í fyrsta skipti þann 31. október 2021 í Kandahar.[4]
Akhundzada lýsti yfir að sjaríalög yrðu tekin upp í Afganistan á ný eftir fund með dómurum í landinu þann 14. nóvember 2022.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Tryggvi Páll Tryggvason (25. maí 2016). „Talibanar skipa nýjan leiðtoga“. Vísir. Sótt 1. september 2021.
- ↑ Kristján Róbert Kristjánsson (25. maí 2016). „Nýr leiðtogi talibana í Afganistan“. RÚV. Sótt 10. janúar 2022.
- ↑ „Æðsti leiðtogi talíbana staddur í Afganistan“. mbl.is. 29. ágúst 2021. Sótt 1. september 2021.
- ↑ „Fyrsta ávarp æðsta leiðtoga talíbana“. mbl.is. 31. október 2021. Sótt 2. júlí 2022.
- ↑ Róbert Jóhannsson (14. nóvember 2022). „Talibanar innleiða sjaría-lög að fullu“. RÚV. Sótt 15. nóvember 2022.
Fyrirrennari: Múhameð Ómar (2001) Ashraf Ghani (sem forseti) |
|
Eftirmaður: Enn í embætti | |||
Fyrirrennari: Akhtar Mansúr |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |