Fara í innihald

Mangar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Herpestidae)
Mangar
dvergmangi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Herpestidae
Bonaparte, 1845
Undirættir

Herpestinae

Mangar eða mongús (fræðiheiti: Herpestidae) eru ætt lítilla rándýra sem lifa á flestum stöðum í Afríku, Asíu og við Karabíska hafið. Ættin telur um þrjátíu tegundir sem verða frá 30 að 120 sm að lengd. Mangar lifa aðallega á skordýrum, ánamöðkum, eðlum, slöngum og nagdýrum en þeir leggjast líka á egg og hræ. Sumar tegundir eru þekktar fyrir hæfileika sinn til að drepa eitraðar slöngur eins og gleraugnaslöngu. Á 19. öld voru mangar fluttir til Vestur-Indía og Hawaii til að hafa stjórn á meindýrum eins og rottum og snákum en reyndust brátt gera meiri skaða á dýra- og fuglalífi en meindýrin höfðu áður gert. Flutningur manga til landa eins og Bandaríkjanna og Ástralíu er stranglega bannaður af þessum sökum, en þeir eru sums staðar vinsæl gæludýr og hægt að temja þá upp að vissu marki.

Í Dýrheimum (The Jungle Book) eftir Rudyard Kipling, sem Gísli Guðmundsson þýddi á íslensku, kemur fyrir mangi að nafni Rikki-tikki-tavi. Gísli nefnir í þýðingu sinni tegundina húsmörð (nf. húsmörður).

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.