Slöngur
(Endurbeint frá Snákur)
Slöngur Tímabil steingervinga: Krítartímabilið - nútími | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Gleraugnaslanga (Naja naja)
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Yfirættir og ættir | ||||||||||
Slöngur eða snákar (fræðiheiti: Serpentes) eru fótalaus skriðdýr með misheitt blóð. Þær eru með hreistur. Margar slöngur eru með mjög liðuga kjálka sem gera þeim kleift að gleypa bráð sem er stærri en hausinn þeirra.
Þær eru náskyldar eðlum og til eru nokkrar tegundir fótalausra eðla sem líkjast slöngum.
Slöngur má finna í öllum heimsálfum fyrir utan Suðurskautslandið, en þær fyrifinnast ekki á Íslandi, Grænlandi, Nýja Sjálandi og ýmsum öðrum eyjum.
Flestar slöngur eru ekki eitraðar, en þær slöngur sem eru eitraðar nota eitrið aðallega til að fanga bráð frekar en til að verja sig. Slöngur sem eru ekki eitraðar drepa bráð sína annaðhvort með því að kyrkja hana eða með því að gleypa hana.